Vélarvana bátur sóttur

Björgunarskipið Gunnar Friðriksson.
Björgunarskipið Gunnar Friðriksson. Ljósmynd/Ólafur Bernódusson

Björg­un­ar­skipið Gunn­ar Friðriks­son frá Ísaf­irði var kallað út um tíu­leytið í kvöld vegna lít­ils báts sem hafði bilað.

Hann var staðsett­ur við Straum­nes en einn maður er um borð í bátn­um.

Að sögn Land­helg­is­gæsl­unn­ar er eng­in hætta á ferðinni.

Í til­kynn­ingu frá Slysa­varn­ar­fé­lag­inu Lands­björg kem­ur fram að bát­ur­inn sé á leiðinni á vett­vang. 

Slasaðist og féll í sjó­inn í Aðal­vík

Í til­kynn­ing­unni frá Lands­björg seg­ir að út­kallið hafið verið það síðara á ein­um sól­ar­hring því um miðnætti í gær sótti áhöfn báts­ins eldri mann til Aðal­vík­ur sem hafði slasast og fallið í sjó­inn.

Að sögn Davíðs Más Bjarna­son­ar, upp­lýs­inga­full­trúa hjá Lands­björg, var maður­inn flutt­ur á sjúkra­hús á Ísaf­irði um hálft­völeytið í fyrrinótt. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert