Dularfullur dauðdagi svifflugmanns

Guðjón hefur sankað að sér efni um svifflugmanninn þýska um …
Guðjón hefur sankað að sér efni um svifflugmanninn þýska um langa hríð. Nú skrifar hann skáldsögu upp úr efninu og er kominn vel á veg. mbl.is/Árni Sæberg

Guðjón Jens­son, bóka­safns­fræðing­ur og leiðsögumaður, hef­ur um nokk­urt skeið rýnt í átta­tíu ára gam­alt mál, sem hann tel­ur að sé í raun saka­mál.

Fyr­ir rétt­um átta­tíu árum, 8. júlí 1938, lést þýsk­ur svifflugmaður að nafni Carl Reich­stein í her­bergi sem hann bjó í að Freyju­götu 44 í Reykja­vík. Talið var að um sjálfs­morð væri að ræða en Guðjón seg­ir að raun­in gæti verið önn­ur og ástæður fyr­ir veru Þjóðverj­ans á Íslandi aðrar en hann hafði gefið upp.

„Op­in­ber ástæða fyr­ir því að hann kom hingað til lands var sú að hann ætlaði að kenna áhuga­söm­um Íslend­ing­um svifflug. Það gerði hann að vísu en það gæti verið að hann hafi ekki ein­ung­is verið hér í þeim til­gangi.“

Guðjón tel­ur að Reich­stein hafi verið gyðing­ur, en hann seg­ir nafn hans gefa það sterk­lega til kynna.

„Á þess­um tíma voru nas­ist­ar að færa sig upp á skaftið í Þýskalandi og of­sókn­ir gegn gyðing­um voru hafn­ar fyr­ir al­vöru. Það hef­ur því ekki verið væn­legt fyr­ir gyðing að vera í Þýskalandi.“

Gyðing­ur í SS

Í grein Morg­un­blaðsins um dauða Reich­stein, sem birt­ist 9. júlí, var Reich­stein sagður hafa verið liðsmaður í SS, her­sveit þýska nas­ista­flokks­ins. Þegar Guðjón er spurður að því hvort það sé ekki þversagna­kennt þar sem Reich­stein var einnig gyðing­ur seg­ir Guðjón: „Mjög svo. En það eru dæmi um að það hafi verið til­fellið.“

Hér má sjá grein Morgunblaðsins um dauða Reichsteins. Guðjón nýtir …
Hér má sjá grein Morg­un­blaðsins um dauða Reich­steins. Guðjón nýt­ir sér Tíma­rit.is mikið til upp­lýs­inga­öfl­un­ar­inn­ar og styðst við gaml­ar frétt­ir. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Guðjón hef­ur kom­ist yfir lög­reglu­skýrslu um and­lát Reich­stein sem varðveitt er á Þjóðskjala­safni. „Hún fannst eft­ir langa leit í skjala­safni borg­ar­fóg­eta. Þegar hún fannst var það mér mik­ill hug­ar­létt­ir enda skjala­safn lög­regl­unn­ar frá þess­um tíma mik­ill óskapnaður og það fara marg­ar sög­ur af óreiðu.“ Guðjón seg­ir skýrsl­una mjög snubbótta en það vakti at­hygli hans að málið var af­greitt sama dag og að eng­in krufn­ing fór fram á hinum látna. „Ef við renn­um yfir þetta þá sjá­um við hvað hef­ur gerst. Klukk­an 12.45 er til­kynnt að maður liggi meðvit­und­ar­laus í blóði sínu í her­bergi sínu á efsta lofti Freyju­götu 44. Það vek­ur strax tor­tryggni mína að sam­dæg­urs er full­yrt að maður­inn hafi framið sjálfs­morð án þess að nokk­ur rann­sókn hafi farið fram.“

Hinn látni var með snöru um háls­inn en hafði líka verið skor­inn á púls. „Ég tel að það sé ekk­ert úti­lokað að hann hafi verið drep­inn en látið hafi verið líta út fyr­ir að um sjálfs­morð hafi verið að ræða. Það er mjög óvenju­legt að fólk reyni tvö­falt sjálfs­morð og því er spurn­ing hvort það hafi átt að vera tákn­rænt.“

Nán­ar er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu sem kom út 11. ág­úst. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert