Erill hjá lögreglu og ölvun allmikil

Fjölmenni kom saman á Dalvík um helgina í tengslum við …
Fjölmenni kom saman á Dalvík um helgina í tengslum við Fiskidaginn mikla. Ljósmynd/Atli Rúnar Halldórsson

Lög­regl­an á Norður­landi eystra áætl­ar að svipaður fjöldi gesta hafi sótt hátíðina Fiski­dag­inn mikla á Dal­vík um helg­ina og í fyrra, eða um 30.000 gest­ir. Lög­regl­an hafði í mörgu að snú­ast og var ölv­un all­mik­il.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá lög­reglu.

„Lög­regl­an hef­ur ekki töl­ur yfir fjölda gesta en hef­ur þó til­finn­ingu fyr­ir því að nú hafi verið síst færri gest­ir en í fyrra, þegar áætlað var að yfir 30.000 manns hefðu sótt viðburðinn.

Reykur sást stíga til himins yfir Dalvík í kjölfar flugeldasýningarinnar, …
Reyk­ur sást stíga til him­ins yfir Dal­vík í kjöl­far flug­elda­sýn­ing­ar­inn­ar, en eld­ur logaði í bryggj­unni þar sem skotið var upp. Ljós­mynd/​Aðsend

Það óhapp varð við flug­elda­sýn­ing­una að eld­ur komst í nokkra hjól­b­arða utan á hafn­argarðinum, með til­heyr­andi reykjar­mekki, en slökkvilið var fljótt að drepa eld­inn og stafaði ekki hætta af þessu fyr­ir fólk,“ seg­ir lög­relg­an. 

Lög­regl­an bend­ir á að eft­ir flug­elda­sýn­ing­una megi segja að veg­ur­inn milli Dal­vík­ur og Ak­ur­eyr­ar hafi fyllst af sam­felldri bílaröð. „Það er mat okk­ar að um­ferðar­stýr­ing hafi gengið bet­ur núna en stund­um áður og að þol­in­mæði, kurt­eisi og skiln­ing­ur öku­manna hafi einnig verið til fyr­ir­mynd­ar,“ skrif­ar lög­regl­an. 

Þá grein­ir lög­regl­an frá því, að hún hafi haft í mörgu að snú­ast, enda megi bú­ast við því þar sem svona margt fólk safn­ast sam­an.

„Ölvun var all­mik­il og fjöl­breytt mál sem komu á borð lög­reglu. Alls eru bókuð um 150 verk­efni í dag­bók okk­ar embætt­is frá því á föstu­dag. Þar af eru 11 hraðakst­urs­mál, 6 vímuakst­urs­mál, 5 minni hátt­ar fíkni­efna­mál, 6 kær­ur vegna brota á áfeng­is­lög­um og nokk­ur mál vegna slags­mála, pústra og minni hátt­ar skemmd­ar­verka og þjófnaða. 6 gistu fanga­geymsl­ur og þá aðallega vegna ölv­un­ar.

Það er já­kvætt að eng­in al­var­leg um­ferðaró­höpp eða slys eru skráð á þess­um tíma og eng­in al­var­leg lík­ams­árás,“ skrif­ar lög­regl­an.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert