Vel heppnað Íslandsmót í kænusiglingum

Dagur Tómas Ásgeirsson, úr siglingafélaginu Brokey Reykjavík, varð Íslandsmeistari í …
Dagur Tómas Ásgeirsson, úr siglingafélaginu Brokey Reykjavík, varð Íslandsmeistari í Laser Radial-flokki. Ljósmynd/Rúnar Þór

Íslandsmótið í kænusiglingum var haldið á Akureyri um helgina. Góð þátttaka var víða af landinu og einstakt veður gerði keppnina frábæra og vel heppnaða að sögn skipuleggjenda. Mótið fór fram í Pollinum og lauk í gærkvöldi. 

Áhugasamir komu og fylgdust með keppninni í veðurblíðunni en auk þess voru stungu tveir hnúfubakar upp höfðinu í miðri keppni og svömluðu í kringum keppendur. 

Kænusiglingar eru siglingar á kænum, þ.e. litlum seglbátum án kjölfestu. Keppt var til Íslandsmeistaraverðlauna í fjórum flokkum á mótinu.

Í Laser Radial-flokki stóð Dagur Tómas Ásgeirsson, úr siglingafélaginu Brokey Reykjavík, uppi sem sigurvegari eftir harða keppni við Ríkharð Ólafsson úr Ými í Kópavogi. 

Í Laser 4,7-flokki varð Ísabella Sól Tryggvadóttir úr siglingaklúbbnum Nökkva á Akureyri hlutskörpust.  

Í opnum flokki tveggja manna kæna urðu Íslandsmeistarar þau Crispinn Tinni og Snædís Brynja Traustadóttir úr Nökkva en í opnum flokki Optimist yngri krakka varð Pétur Már Jónsson, úr siglingaklúbbnum Þyt í Hafnarfirði, Íslandsmeistari.

Keppt var á Pollinum við Akureyri.
Keppt var á Pollinum við Akureyri. Ljósmynd/Rúnar Þór
Ljósmynd/Rúnar Þór
Ljósmynd/Rúnar Þór
Ljósmynd/Rúnar Þór
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert