Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barust undir miðnætti í gær fjöldi tilkynninga um öskrandi mann í Efra-Breiðholti.
Þegar lögreglan fann manninn, sem reyndist vera í annarlegu ástandi, lét hann öllum illum látum. Var hann því handtekinn og vistaður í fangageymslu yfir nóttina.
Einnig var tilkynnt um eignaspjöll á bifreið í austurborginni um eittleytið í nótt. Er gerandinn óþekktur, en málið er nú í rannsókn hjá lögreglu.
Þá stöðvaði lögregla þrjá ökumenn í nótt sem grunaðir voru um akstur undir áhrifum fíkniefna. Voru þeir allir látnir lausir að lokinni sýnatöku.