Kristján Björnsson, nýr vígslubiskup í Skálholti, boðar að þjóðkirkjan láti rödd sína heyrast í álitaefnum dagsins.
Þar tiltekur hann umhverfis- og húsnæðismál. Tala þurfi máli þeirra sem eiga í basli.
Íslenska þjóðkirkjan reki ekki sjúkrahús, dvalarheimili fyrir aldraða eða búðir fyrir flóttafólk líkt og kirkjustofnanir í Evrópu en þurfi að taka undir kröfur um réttlæti og ábyrgð, segir Kristján í samtali í Morgunblaðinu í dag.