Ár gætu liðið þar til klöpp á Fagraskógarfjalli, þar sem sprunga myndaðist á dögunum, hrynur. Þetta segir Sveinn Brynjólfsson, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofunni, í samtali við mbl.is. Ómögulegt sé að segja til um hvenær hún gefur sig.
Stór sprunga hefur myndast innan við skriðusárið í Fagradalsfjalli í Hítardal og mun klöppin, sem hún afmarkar, líklega falla ofan á framhlaupsurðina sem myndaðist þegar skriðan féll, að því er fram kemur í tilkynningu Veðurstofunnar frá í gær.
Sprungan uppgötvaðist um helgina þegar starfsmenn Landhelgisgæslunnar voru við æfingar í grennd við Hítardal. Að sögn Sveins er óvíst hvenær hún myndaðist, en það hefur verið eftir 4. ágúst því þann dag þann dag var flogið yfir svæðið.
Hann ítrekar að fólk ætti ekki að vera í nágrenni við skriðuna. „Það tekur marga mánuði fyrir svæðið að vera öruggt á ný,“ segir hann og bendir á skriðu sem féll í Öskju 2014 en þar hrundi úr sári