Kæra borgina vegna samningagerðar

mbl.is/Kristinn Magnússon

Ómar R. Valdimarsson, lögmaður AFA JCDecaux, segir upplýsingar um samning Reykjavíkurborgar við félagið Dengsa sýna fram á ágalla.

Önnur félög hefðu brugðist öðruvísi við útboði um rekstur hundraða strætóskýla í borginni ef þessar upplýsingar hefðu þá legið fyrir.

„Það stóð ekki steinn yfir steini í gögnunum sem afhent voru eða lágu fyrir við samningsgerðina. Málið snýst fyrst og síðast um þetta: Ef það hefði legið fyrir að hver sem er hefði getað fengið afslátt af þeim kröfum sem gerðar voru í upphaflegu útboði hefðu væntanlega fleiri aðilar haft hug á að taka þátt í því,“ segir Ómar. AFA JCDecaux hefur sent kæru til kærunefndar útboðsmála vegna samningsins. Krafist er ógildingar hans, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert