Litlu mátti muna að upp úr syði í Hljómskálagarðinum í dag þar sem þrjár lúðrasveitir voru mættar til að kynna sögulegt uppgjör á milli þeirra á laugardag. Sveitirnar þrjár eiga sér áratugalanga sögu og er ætlunin að útkljá ríginn þeirra á milli í eitt skipti fyrir öll.
Það eru Lúðrasveitin Svanur, Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveit Reykjavíkur sem mætast á laugardaginn og mun dómnefnd skera úr um hver stendur sig best út frá reglum sem eru óljósar og hljóta farandbikar að launum. Fólk er því hvatt til að mæta á bardagann sem fer fram á milli kl. 17 og 18.
Í myndskeiðinu er rætt við Pál Pálsson úr Lúðrasveit verkalýðsins, Jón Kristin Snorrason frá Lúðrasveit Reykjavíkur og Þorkel Harðarson úr Lúðrasveitinni Svani um bardagann.
Hér má sjá nánari upplýsingar um viðburðinn.