Önnur andarnefjan dauð

Unnið að því að bjarga dýrinu sem síðan gaf upp …
Unnið að því að bjarga dýrinu sem síðan gaf upp öndina. mbl.is/Eggert

„Þetta var bara að ger­ast núna. Við vor­um að reyna að snúa dýr­inu. Það spriklaði og við urðum að reyna að snúa því og það hef­ur bara ekki þolað það,“ seg­ir Sverr­ir Tryggva­son, skip­stjóri hjá Sér­ferðum. Önnur and­ar­nefj­an sem fest­ist í sjálf­heldu í Eng­ey í Kollaf­irði er dauð.

Sverr­ir seg­ir að hitt dýrið sé enn á lífi og reyna starfs­menn Sér­ferða, Eld­ing­ar, Whale Safari og sér­fræðing­ar hvað þeir geta til að halda lífi í í því.

„Við ætl­um að leyfa því að vera al­veg þangað til það flæðir meira að því. Við vilj­um ekki hreyfa það. Þetta var dýrið sem ég hélt að myndi síður kom­ast út.“

Sverr­ir seg­ist ekki vera sér­lega bjart­sýnn á að dýrið kom­ist til sjáv­ar.

„Ekki í augna­blik­inu. Það er reynd­ar auðveld­ara að koma því út. Hann er miklu ró­legri, ligg­ur bara kyrr og and­ar. Við vit­um í raun­inni ekk­ert fyrr en það er svo búið að snúa dýr­inu. Þetta verður bara að koma í ljós.“

Enn er unnið að því að halda lífi í þessari …
Enn er unnið að því að halda lífi í þess­ari and­ar­nefju, en Sverr­ir seg­ist ekki sér­lega bjart­sýnn á að dýrið kom­ist til sjáv­ar. mbl.is/​Eggert
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert