Önnur andarnefjan dauð

Unnið að því að bjarga dýrinu sem síðan gaf upp …
Unnið að því að bjarga dýrinu sem síðan gaf upp öndina. mbl.is/Eggert

„Þetta var bara að gerast núna. Við vorum að reyna að snúa dýrinu. Það spriklaði og við urðum að reyna að snúa því og það hefur bara ekki þolað það,“ segir Sverrir Tryggvason, skipstjóri hjá Sérferðum. Önnur andarnefjan sem festist í sjálfheldu í Engey í Kollafirði er dauð.

Sverrir segir að hitt dýrið sé enn á lífi og reyna starfs­menn Sér­ferða, Eld­ing­ar, Whale Safari og sérfræðingar hvað þeir geta til að halda lífi í í því.

„Við ætlum að leyfa því að vera alveg þangað til það flæðir meira að því. Við viljum ekki hreyfa það. Þetta var dýrið sem ég hélt að myndi síður komast út.“

Sverrir segist ekki vera sérlega bjartsýnn á að dýrið komist til sjávar.

„Ekki í augnablikinu. Það er reyndar auðveldara að koma því út. Hann er miklu rólegri, liggur bara kyrr og andar. Við vitum í rauninni ekkert fyrr en það er svo búið að snúa dýrinu. Þetta verður bara að koma í ljós.“

Enn er unnið að því að halda lífi í þessari …
Enn er unnið að því að halda lífi í þessari andarnefju, en Sverrir segist ekki sérlega bjartsýnn á að dýrið komist til sjávar. mbl.is/Eggert
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert