Leitar sameiginlegra lausna

Ine Marie Erik­sen Sørei­de, ut­an­rík­is­ráðherra Nor­egs, var á Íslandi í …
Ine Marie Erik­sen Sørei­de, ut­an­rík­is­ráðherra Nor­egs, var á Íslandi í vinnu­ferð og hitti ut­an­rík­is­ráðherra og þing­menn til þess að ræða meðal ann­ars sam­starf Norður­landa og EES. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Við erum öll sam­mála um mik­il­vægi innri markaðar­ins. Það að hafa aðgengi að 500 millj­óna manna markaði með sam­eig­in­leg­ar regl­ur og staðla fyr­ir inn- og út­flutn­ing er gríðarlega mik­il­vægt til þess að skapa sann­gjörn sam­keppn­is­skil­yrði. Þetta skipt­ir bæði efna­hags­kerfi Íslend­inga og Norðmanna máli,“ seg­ir Ine Marie Erik­sen Sørei­de, ut­an­rík­is­ráðherra Nor­egs, spurð um framtíðar­horf­ur samn­ings­ins um Evr­ópska efna­hags­svæðið í ljósi út­göngu Breta úr Evr­ópu­sam­band­inu.

Sørei­de var á Íslandi vegna vinnu­ferðar og átti hún meðal ann­ars fund með Guðlaugi Þór Þórðar­syni ut­an­rík­is­ráðherra þar sem til umræðu voru sam­vinna Norður­landaþjóða, mál­efni norður­slóða og Evr­ópska efna­hags­svæðið.

„Við höf­um öll hag af því að finna far­sæla lausn í mál­inu [Brex­it]. Það er hins veg­ar erfitt að vita með vissu hvað ger­ist næst. Bret­ar og Evr­ópu­sam­bandið verða að kom­ast að sam­komu­lagi fyrst þannig að hægt verði að meta hver næstu skref verða,“ seg­ir Sørei­de. Hún tel­ur Íslend­inga og Norðmenn hafa sam­eig­in­lega hags­muni af því að ekki skap­ist óvissa um innri markaðinn og að hann sundrist ekki.

AFP

Seina­gang­ur

„Við höf­um einnig áhyggj­ur af því hversu hægt geng­ur að semja milli Bret­lands og ESB þar sem það fyr­ir­komu­lag sem á end­an­um verður mun ráða for­send­um viðskipta og sam­starfs milli EFTA og Bret­lands,“ staðhæf­ir ráðherr­ann.

Hún seg­ir norska ut­an­rík­is­ráðuneytið vinna út frá ólík­um líkön­um sem end­ur­spegla mögu­lega þróun í tengsl­um við Brex­it. Þessi líkön seg­ir ráðherr­ann byggj­ast bæði á for­send­um um að fáar breyt­ing­ar verði á skip­an mála milli Bret­lands og Evr­ópu­sam­bands­ins og að þær verði mikl­ar.

„Við erum einnig að vinna út frá þeirri stöðu sem gæti komið upp ef eng­inn samn­ing­ur yrði gerður milli Breta og ESB, þótt það kunni að vera ólík­leg niðurstaða. Kjarni máls­ins er að vera und­ir það búin að tak­ast á við þær áskor­an­ir sem verða,“ bæt­ir Sørei­de við.

Mik­il­væg samstaða þjóða

„Það er grund­vall­ar­atriði að vest­ræn­ar þjóðir standi sam­an í for­dæm­ingu brota gegn þjóðarrétti af hálfu Rússa. Slíkt hef­ur í för með sér fórn­ar­kostnað fyr­ir öll ríki, sem við verðum að vera reiðubú­in til þess að taka á okk­ur,“ seg­ir Sørei­de um áhrif viðskipta­banns Rússa. „Þegar rík­ir ófyr­ir­sjá­an­leiki í heim­in­um þar sem sí­fellt fleiri ákveða að beita valdi í stað sann­fær­ing­ar­mátt­ar verðum við sem trú­um á þjóðarétt­inn að rísa upp,“ bæt­ir hún við.

Ráðherr­ann seg­ir Nor­eg hafa lagt aukna áherslu á að vekja at­hygli NATÓ á Norður-Atlants­hafi meðal ann­ars vegna auk­inn­ar hernaðar­upp­bygg­ing­ar Rússa á Kóla­skaga. „Þetta þýðir þó ekki að við lít­um svo á að Rúss­ar ógni Nor­egi eða NATÓ hernaðarlega. Hins veg­ar erum við að sjá auk­in um­svif og ágeng­ari ut­an­rík­is­stefnu, svo sem fleiri hernaðaræf­ing­ar og flókn­ari æf­inga­­mynst­ur. Til að mynda hafa verið fram­kvæmd­ar í aukn­um mæli æf­ing­ar með árás­ar­sviðsmynd­ir sem við höf­um ekki séð í mörg ár,“ seg­ir Sørei­de.

Hún tek­ur fram að tek­ist hafi að auka áhuga NATÓ á Norður-Atlants­hafs­svæðinu í sam­starfi við Bret­land, Ísland og Banda­rík­in.

Nýjar höfuðstöðvar NATÓ í Brussel.
Nýjar höfuðstöðvar NATÓ í Brussel. Ljósmynd/NATÓ

Vilja orkupakk­ann

Þriðji orkupakki Evr­ópu­sam­bands­ins var um­deild­ur þegar hann var samþykkt­ur á norska Stórþing­inu í vor og stend­ur til að hann verði lagður fyr­ir Alþingi í haust. Spurð hvort hún hafi rætt orkupakka sam­bands­ins og hvað fel­ist í því ef Íslend­ing­ar skyldu hafna til­skip­un­inni á fundi sín­um með ut­an­rík­is­ráðherra Íslands svar­ar Sørei­de því ját­andi.

„Ég ræddi þetta á fundi mín­um með Guðlaugi og á fundi með þing­mönn­um. Það er mik­il­vægt fyr­ir mig að koma því á fram­færi að norska Stórþingið hef­ur samþykkt þessa til­skip­un. Fyr­ir okk­ur er mik­il­vægt að til­skip­un­in sé tek­in upp í EES-samn­ing­inn, þar sem við nú þegar erum hluti af evr­ópsk­um orku­markaði. Það er ákveðin hætta fyr­ir okk­ur ef hún myndi ekki öðlast gildi,“ staðhæf­ir hún.

Að sögn ráðherr­ans var umræðan í Nor­egi nokkuð erfið. „Það voru marg­ar mýt­ur um málið. Marg­ir héldu því fram að með því að samþykkja þriðja orkupakk­ann mynd­um við missa yf­ir­ráð yfir orku­auðlind­um og orku­stefnu lands­ins, þetta var auðvitað ekki rétt. Nor­eg­ur myndi aldrei af­sala sér þess­um rétti.“

Sørei­de seg­ir rétt að taka umræðuna um mál­efni af þessu tagi enda þurfi að meta hvort af­leiðing­ar nýrr­ar lög­gjaf­ar séu já­kvæðar eða nei­kvæðar. Slík umræða þurfi þó að byggj­ast á staðreynd­um máls­ins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert