Gróandi sveit

Þröstur Jónsson á akrinum með Páli Orra syni sínum og …
Þröstur Jónsson á akrinum með Páli Orra syni sínum og Sylvíu Önnu Davíðsdóttur konu hans. mbl.is/Sigurður Bogi

Hrunamannahreppur í uppsveitum Árnessýslu er gósenland. Þetta er víðfeðm sveit sem liggur milli Hvítár í vestri og Stóru-Laxár í suðri og austri. Til norðurs eru landamærin nærri Kerlingarfjöllum. Í byggð og á láglendi er sveitin vel gróin; byggðin er við hálendisbrúnina og á góðum sumardögum kemur hnjúkaþeyr svo hitinn getur stigið hátt.

Slíkt skapar kjörskilyrði til ræktunar en stór hluti af því grænmeti sem íslenskir neytendur fá kemur frá gróðrarstöðvunum á Flúðum og þar í kring. Tómatar, gúrkur, sveppir, jarðarber og kál.

„Oft hefur nú sprettan verið meiri en í sumar sem hefur verið blautt og stundum kalt. Nú er hins vegar blíðuveður hér; sól og rigning til skiptis sem gerir gæfumuninn. Ef vel viðrar nú síðari hlutann í ágúst og í september er okkur borgið,“ segir Þröstur Jónsson ræktunarbóndi á Flúðum. Þröstur og Sigrún Pálsdóttir eiginkona hans stunda kálrækt á 10 ha. og eru afurðirnar seldar undir merkjum Stundaður er kúabúskapur á alls 21 bæ í Hrunamannahreppi þar sem voru framleiddar alls 7,6 milljónir lítra af mjólk á síðasta ári. Miklar breytingar hafa reyndar orðið í kúabúskapnum í tímans rás, en árið 1980 voru mjólkurbændur í sveitinni alls 49. Breytingin er mikil, en á móti fækkun kemur að búin sem áfram eru hafa stækkað.

Sjá umfjöllun um lífið og tilveruna í Hrunamannahreppi í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert