Það var mikið líf og fjör í miðborginni í morgun, er Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fór fram. Ljósmyndari mbl.is var á staðnum og fangaði stemninguna við endamarkið í Lækjargötu.
Alls voru 14.579 hlauparar skráðir í ýmsa flokka Reykjavíkurmaraþonsins, sem fram fór í dag í 35. sinn. Aldrei áður höfðu jafnmargir skráð sig í 10 kílómetra hlaup, eða á áttunda þúsund hlauparar.
Öll úrslit dagsins hafa nú verið staðfest og þau má finna á vef Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka.
Úrslit í öllum flokkum
Hér að neðan má sjá myndir frá maraþoninu.
Endamarkið í 10 kílómetra hlaupi til vinstri og í maraþoni og hálfmaraþoni til hægri. Allt á fullu.
mbl.is/Valli
Fjölmargir hvöttu hlaupara til dáða.
mbl.is/Valli
Verðlaunahafar í hálfmaraþoni kvenna.
mbl.is/Valli
Það var gríðarlegt fjölmenni við endamarkið í Lækjargötu.
mbl.is/Valli
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands lýkur við hálfmaraþon dagsins.
mbl.is/Valli
Flestir tóku þátt í 10 kílómetra hlaupi, en á áttunda þúsund voru skráðir í hlaupið.
mbl.is/Valli
Hlauparar koma í mark í 10 kílómetra hlaupi.
mbl.is/Valli