Geta leitað stórt svæði hratt og vel

Björk Arnardóttir og björgunarhundurinn Kjarkur. Björk hefur verið í Björgunarhundasveitinni …
Björk Arnardóttir og björgunarhundurinn Kjarkur. Björk hefur verið í Björgunarhundasveitinni í ein 14 ár og er Kjarkur annar hundurinn sem hún þjálfar. Ljósmynd/Aðsend

Hund­ar gagn­ast vel við víðavangs­leit, að sögn Bjark­ar Arn­ar­dótt­ur, rit­ara Björg­un­ar­hunda­sveit­ar Íslands. Björg­un­ar­hunda­sveit­in stend­ur nú um helg­ina fyr­ir nám­stefnu að Skóg­um um víðavangs­leit með hund­um.

„Ég er kannski ekki al­veg hlut­laus,“ seg­ir Björk sem sjálf á 5 ára labra­dor­hund­inn Kjark. „Hund­ar geta leitað stór svæði hratt og vel með lít­illi fyr­ir­höfn. Þeir gagn­ast þegar það er komið myrk­ur og við sjá­um ekki vel frá okk­ur því að þeir þurfa ekki að sjá neitt, held­ur nota bara nefið. Í svartaþoku og þegar út­sýni okk­ar er tak­markað á ein­hvern hátt þá nýt­ast hund­ar gríðarlega vel.“

Hundar geta leitað stór svæði hratt og vel með lítilli …
Hund­ar geta leitað stór svæði hratt og vel með lít­illi fyr­ir­höfn. Ljós­mynd/​Björg­un­ar­hunda­sveit Íslands

Nám­stefn­an um helg­ina er hluti af Era­smus+-verk­efni sem byrjaði fyr­ir tæp­um tveim­ur árum, en auk Íslands taka systra­sam­tök Björg­un­ar­hunda­sveit­ar­inn­ar í Nor­egi, Englandi, Svíþjóð og Möltu þátt í verk­efn­inu.

Mark­mið verk­efn­is er m.a. að efla sam­starf á milli land­anna, auka þekk­ingu á þjálf­un hunda í leit og vinna að heild­stæðu og fag­legu starfi sem end­ur­spegl­ar metnað og fag­mennsku þess­ara sam­taka. Mik­il þekk­ing hef­ur enda safn­ast inn­an þess­ara hópa, sem marg­ir eru orðnir sér­fræðing­ar á sínu sviði.

Viðfangs­efni helgar­inn­ar er víðavangs­leit líkt og áður sagði, en búið er að halda nám­stefnu um snjóflóðal­eit í Nor­egi og nám­skeið um rúst­a­leit á Möltu. Þá stend­ur einnig til að halda sér­stakt nám­skeið fyr­ir leiðbein­end­ur.

Um 20 manns taka þátt í nám­stefn­unni. Þar af koma 10 þátt­tak­enda frá Íslandi og taka þeir all­ir hunda sína með sér, enda verða tekn­ar æf­ing­ar þó að náms­stefn­an fari að mestu fram inn­an­dyra þar sem fjallað verður um mis­mun­andi efni tengd víðavangs­leit og fyr­ir­lestr­ar haldn­ir frá hverju land­anna.

Gífurleg vinna liggur líka að baki þjálfun björgunarhunda og er …
Gíf­ur­leg vinna ligg­ur líka að baki þjálf­un björg­un­ar­hunda og er m.a. haldið viku­langt vetr­ar­nám­skeið á hverju ári. Ljós­mynd/​Björg­un­ar­hunda­sveit Íslands.

Mik­il vinna í þjálf­un björg­un­ar­hunda

Björk hef­ur verið í Björg­un­ar­hunda­sveit­inni í ein 14 ár og er Kjark­ur ann­ar hund­ur­inn sem hún þjálf­ar til björg­un­ar­starfa. Hún seg­ir góðan björg­un­ar­hund koma sér vel í ýms­um aðstæðum. „Þegar maður er einu sinni kom­inn með góðan hund við hliðina á sér þá finnst manni maður vera pínku væng­brot­inn þegar maður ekki ekki með hann við hlið sér að leita.“

Gíf­ur­leg vinna ligg­ur líka að baki þjálf­un björg­un­ar­hunda. „Þetta er mjög mik­il vinna og stans­laus þjálf­un,“ seg­ir hún. „Við æfum einu sinni í viku og erum með fjög­ur víðavangs­nám­skeið og eitt viku­langt vetr­ar­nám­skeið.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert