PCC Bakki harmar atvikið

PCC Bakki Silicon.
PCC Bakki Silicon. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

PCC Bakki Silicon hf. harm­ar at­vikið sem varð í gær þegar neyðarskor­stein­ar kís­il­verk­smiðjunn­ar opnuðust í fimmtán mín­út­ur.

Þetta kem­ur fram á vefsíðu fyr­ir­tæk­is­ins.

„Svona at­vik geta komið upp ein­staka sinn­um og ávallt er brugðist strax við til að tryggja að svona ástand vari í sem styst­an tíma,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Fram kem­ur að sjón­meng­un­in hafi verið greini­leg en að mælistöðvar hafi sýnt að loft­gæði hafi ekki farið yfir heilsu­vernd­ar­mörk, sem eru 50 µg/​m3 yfir sól­ar­hring.

„Unnið er að grein­ingu á or­sök bil­un­ar­inn­ar og er mik­il áhersla lögð á að hafa svör­in eins fljótt og auðið er. PCC Bakk[a] Silicon er mikið í mun að starfa í sátt og sam­lyndi við sam­fé­lagið og harm­ar þetta at­vik. Við vilj­um benda aft­ur á heimasíðu Um­hverf­is­stofn­un­ar, www.loft­ga­edi.is, þar sem hægt er að fylgj­ast með loft­gæðum við Bakka.“

Hér má sjá reykinn sem lagði frá verksmiðjunni í gær.
Hér má sjá reyk­inn sem lagði frá verk­smiðjunni í gær. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert