PCC Bakki harmar atvikið

PCC Bakki Silicon.
PCC Bakki Silicon. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

PCC Bakki Silicon hf. harmar atvikið sem varð í gær þegar neyðarskorsteinar kísilverksmiðjunnar opnuðust í fimmtán mínútur.

Þetta kemur fram á vefsíðu fyrirtækisins.

„Svona atvik geta komið upp einstaka sinnum og ávallt er brugðist strax við til að tryggja að svona ástand vari í sem stystan tíma,“ segir í tilkynningunni.

Fram kemur að sjónmengunin hafi verið greinileg en að mælistöðvar hafi sýnt að loftgæði hafi ekki farið yfir heilsuverndarmörk, sem eru 50 µg/m3 yfir sólarhring.

„Unnið er að greiningu á orsök bilunarinnar og er mikil áhersla lögð á að hafa svörin eins fljótt og auðið er. PCC Bakk[a] Silicon er mikið í mun að starfa í sátt og samlyndi við samfélagið og harmar þetta atvik. Við viljum benda aftur á heimasíðu Umhverfisstofnunar, www.loftgaedi.is, þar sem hægt er að fylgjast með loftgæðum við Bakka.“

Hér má sjá reykinn sem lagði frá verksmiðjunni í gær.
Hér má sjá reykinn sem lagði frá verksmiðjunni í gær. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert