Tengist ekki fjárhagsstöðu WOW air

Markmið WOW air er að bjóða ávallt upp á lægsta …
Markmið WOW air er að bjóða ávallt upp á lægsta verðið.

„Þetta er eitt­hvað sem við ger­um alltaf á haust­in og er­lend flug­fé­lög gera þetta líka,“ seg­ir Svan­hvít Friðriks­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi WOW air, um til­boð sem fyr­ir­tækið býður upp á næstu daga á flug­ferðum sín­um.

„Þetta er söluaðgerð sem var búið að skipu­leggja fyr­ir löngu.“

Hún seg­ir til­boðið ekk­ert tengj­ast fjár­hags­stöðu fyr­ir­tæk­is­ins en hún hef­ur mikið verið í umræðunni að und­an­förnu.

Svan­hvít nefn­ir að flug­fé­lög á borð við KLM og Ry­ana­ir hafi boðið upp á álíka til­boð, sem kall­ast „Back to school“ eða „Aft­ur í skól­ann“.

„Við erum mjög reglu­lega með svona til­boð, enda er okk­ar mark­mið að bjóða alltaf lægsta verðið.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert