„Þetta er eitthvað sem við gerum alltaf á haustin og erlend flugfélög gera þetta líka,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, um tilboð sem fyrirtækið býður upp á næstu daga á flugferðum sínum.
„Þetta er söluaðgerð sem var búið að skipuleggja fyrir löngu.“
Hún segir tilboðið ekkert tengjast fjárhagsstöðu fyrirtækisins en hún hefur mikið verið í umræðunni að undanförnu.
Svanhvít nefnir að flugfélög á borð við KLM og Ryanair hafi boðið upp á álíka tilboð, sem kallast „Back to school“ eða „Aftur í skólann“.
„Við erum mjög reglulega með svona tilboð, enda er okkar markmið að bjóða alltaf lægsta verðið.“