„Kraumandi pólitík“ í ASÍ

Frá ASÍ-þingi.
Frá ASÍ-þingi. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

„Á þess­um fundi kom það sterkt fram að krafa er um ákveðin kyn­slóðaskipti á landsvísu. Það er rík­ur vilji til að fá ungt fólk í for­yst­una,“ seg­ir Aðal­steinn Á. Bald­urs­son, formaður Fram­sýn­ar á Húsa­vík.

Kosið verður um nýj­an for­seta ASÍ á þingi sam­bands­ins í októ­ber og nú standa yfir þreif­ing­ar um mögu­lega fram­bjóðend­ur í embættið og vara­for­seta. Þegar hafa tvö lýst því yfir að þau gefi kost á sér til for­seta, þau Drífa Snæ­dal, fram­kvæmda­stjóri Starfs­greina­sam­bands­ins, og Sverr­ir Mar Al­berts­son, fram­kvæmda­stjóri AFLs.

Ekki virðist ein­hug­ur um þessa fram­bjóðend­ur inn­an verka­lýðshreyf­ing­ar­inn­ar, sam­kvæmt eft­ir­grennsl­an Morg­un­blaðsins. Stjórn og trúnaðarráð Fram­sýn­ar fundaði í vik­unni og þar kom fram að „það væri löngu tíma­bært að velja ungt fólk til for­yst­u­starfa, fyr­ir Alþýðusam­bandið“. Virðast fund­ar­menn því ekki telja þau Drífu og Sverri rétta full­trúa þess hóps og það staðfesti Aðal­steinn í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert