Sérkennilegur hvalur dreginn að landi

Samsett mynd frá Hard to Port.
Samsett mynd frá Hard to Port. Ljósmynd/Hard to Port

Sér­kenni­leg­ur hval­ur var dreg­inn að landi í Hval­stöðinni í Hval­f­irði í morg­un.

Starfsmaður Haf­rann­sókna­stofn­un­ar var á staðnum við mæl­ing­ar og sýna­töku. Hann til­kynnti strax um at­vikið og gerði viðeig­andi at­hug­an­ir á dýr­inu, að því er kem­ur fram í til­kynn­ingu Haf­rann­sókna­stofn­un­ar.

Hvaln­um svipaði mjög til hvals sem veidd­ist 7. júlí síðastliðinn og staðfest hef­ur verið að var blend­ing­ur langreyðar og steypireyðar.

Bráðabirgðaniðurstaða starfs­manns Haf­rann­sókna­stofn­un­ar er sú að hval­ur­inn sem landað var í morg­un sé blend­ing­ur. Stofn­un­in hef­ur þegar hafið vinnu við að greina sýni þannig að hægt verði að staðfesta með erfðafræðileg­um aðferðum hvort sú grein­ing sé rétt. Bú­ast má við að niður­stöður þeirr­ar grein­ing­ar liggi fyr­ir í byrj­un næstu viku.

Sá 98. í röðinni

Að sögn hvala­vernd­un­ar­sam­tak­anna Hard to Port drápu hval­veiðimenn Hvals ehf. kelfda langreyðarkú og af­kvæmi henn­ar, ásamt blend­ings­hvaln­um.

Þau segja hinn lík­lega blend­ings­hval vera þann 98. í röðinni sem landað hef­ur verið í sum­ar.

„Þegar ég kom að hvala­stöðinni snemma í morg­un vakti skrokk­ur af hval nr. 98 strax at­hygli mína vegna ein­kenn­andi út­lits sem svip­ar til blend­ings­hvals. Ég náði mynd­um af þess­um út­lit­s­ein­kenn­um eins og kjálka og litar­hafti sem bentu sterk­lega til þess að ekki væri um hreina langreyð að ræða,“ seg­ir Arne Feu­er­hahn, formaður sam­tak­anna, í til­kynn­ingu.

Þar seg­ir að hinn hval­ur­inn sem verið var að landa hafi verið kelfd langreyðarkýr sem sé önn­ur kelfda kýr­in sem drep­in er í þess­ari viku.

„Að auki lít­ur út fyr­ir að kjöti af blend­ings­hvaln­um og langreyðinni sem landað var á sama tíma var blandað sam­an í verk­un á hvala­stöðinni en það er með öllu ólög­legt og þýðir að kjötið af hvor­ugu dýri er hæft til út­flutn­ings,“ seg­ir Feu­er­hahn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert