Bætt við fjárfestakynningu WOW

Nýjar upplýsingar hafa verið birtar um afkomu WOW og einingakostnað …
Nýjar upplýsingar hafa verið birtar um afkomu WOW og einingakostnað félagsins. Þrátt fyrir tap síðustu 12 mánuði skilaði félagið hagnaði seinni árshelming 2017. Ljósmynd/WOW

Tveimur síðum hefur verið bætt við fjárfestakynningu WOW air sem sýna meðal annars að afkoma félagsins var jákvæð seinni helming síðasta árs þrátt fyrir að hafa skilað tapi síðustu 12 mánuði. Þá kemur einnig fram að einingakostnaður WOW er um 46% lægri en hjá Icelandair, að því er segir í umfjöllun Túrista.

Kynningin var gefin út sem liður í leit flugfélagsins að fjárfestum. Sam­kvæmt kynn­ing­unni er stefnt að út­gáfu skulda­bréfa fyr­ir 500-1.000 millj­ón­ir sænskra króna, jafn­gildi 6-12 millj­arða ís­lenskra króna, sem ætlað er að end­ur­fjármagna skuld­ir og brúa fjárþörf fram að frumút­boði fé­lags­ins.

Í upphaflegri kynningu var sagt frá rekstrarniðurstöðu síðustu 12 mánaða, eða frá 1. júlí 2017 til 30. júní 2018. Þar kom fram að rekstrartap félagsins nam 45 millj­ón­um Banda­ríkja­dala, jafn­gildi 4,8 millj­arða ís­lenskra króna. Nýju upplýsingarnar frá félaginu segja að rekstrarniðurstaða seinni árshluta 2018 var jákvæð um 10 milljónir dollara, andvirði um milljarð íslenskra króna.

Kostnaður WOW við hvern floginn kílómetra er 4,8 dollarar á sent á móti 9,0 sentum hjá Icelandair, að því er kemur fram í kynningunni. Þá segir einnig að talsverður munur sé ef eldsneyti er ekki tekið inn í reikninginn. Kostnaður WOW á hvern kílómetra án eldsneytiskostnaðar er 3,8 sent á móti 6,8 sentum Icelandair.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert