Dýrara en þú hélst

Verðlagið er í brennidepli í umfjöllun erlendis um Íslandsferðir
Verðlagið er í brennidepli í umfjöllun erlendis um Íslandsferðir mbl.is/​Hari

„Landið er jafnvel dýrara en þú hafðir ímyndað þér,“ fullyrðir blaðamaður USA Today í nýlegri umfjöllun fjölmiðilsins þar sem ferðamönnum voru lagðar línurnar um ferðalag til Íslands.

Þrátt fyrir fjöldann allan af lofsamlegum greinum um Ísland síðasta árið er umræðan um hátt verðlag á landinu orðin mikil erlendis, bæði í skrifum fjölmiðla og á samfélagsmiðlum.

Á vinsælustu ferðasíðum heims, svo sem Tripadvisor.com, skiptast ferðamenn á góðum ráðum um hvernig komast má í gegnum Íslandsferð án þess að fjárhagurinn fari úr skorðum og er það fyrst og fremst fæðiskostnaður sem ferðamönnunum blöskrar. Þar skrifa margir um sjokk sem þeir fá á veitingastöðunum; einn segir sér hafa brugðið við 27.000 króna reikning fyrir hefðbundna máltíð fyrir tvo fullorðna og tvö börn.

Þá eru ferðamenn hvattir til að nýta sér þau þrjú kíló af soðinni og unninni matvöru sem má taka með sér til Íslands. Um þetta og hvaða náttúruperlum ferðamenn hvetja hver annan til að missa ekki af er fjallað í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Af mest sóttu ferðamannastöðum Íslands fær Jökulsárlón bestu umsögnina á Tripadvisor.com en Þingvellir aðeins lakari umsögn sem og Bláa lónið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert