Glampandi sól í túninu heima

Veðrið lék við gesti í grillpartýi í Bollatanga í Mosfellsbæ …
Veðrið lék við gesti í grillpartýi í Bollatanga í Mosfellsbæ í kvöld. mbl.is/Hari

Veðrið lék við bæjarbúa og gesti á bæjarhátíðinni Í túninu heima sem fer fram í Mosfellsbæ um helgina. Dagskráin er glæsileg að vanda og gátu flestir fundið eitthvað við sitt hæfi. 

Meðal þekktra dagskrárliða sem boðið var upp í dag voru Ullarpartí og markaðsstemning í Álafosskvos, flugvéla- og fornvélasýning á Tungubökkum, kjúklingafestival og götugrill. 

Hátíðin er í þann mun að ná hápunkti með stór­tón­leik­um á Miðbæj­ar­torg­inu og flug­elda­sýn­ingu. Páll Óskar slær svo upp balli í lok kvölds.

Ljósmyndari mbl.is var á ferðinni í dag og rann meðal annars á ljúfan grillilm í götugrilli bæjarbúa eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. 

Dagskráin heldur áfram á morgun og hér má sjá allt sem í boði verður. 

Í túninu heima, bæjarhátíð Mosfellsbæjar, fer fram um helgina.
Í túninu heima, bæjarhátíð Mosfellsbæjar, fer fram um helgina. mbl.is/Hari
Fjöldi fólks gerði sér glaðan dag í Mosó í dag.
Fjöldi fólks gerði sér glaðan dag í Mosó í dag. mbl.is/Hari
Boðið var upp á tónlistaratriði í sumum grillveislunum.
Boðið var upp á tónlistaratriði í sumum grillveislunum. mbl.is/Hari
Sólgleraugu voru þarfaþing í götugrillinu.
Sólgleraugu voru þarfaþing í götugrillinu. mbl.is/Hari
Hægt var að velja úr fjölda götugrilla. Hvar ætli þessar …
Hægt var að velja úr fjölda götugrilla. Hvar ætli þessar hafi endað? mbl.is/Hari
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert