Hlýnunin á eftir að koma fram

Halldór við gamla vinnustaðinn í Bonn fyrr í þessum mánuði. …
Halldór við gamla vinnustaðinn í Bonn fyrr í þessum mánuði. Á veggnum sýndi hitamælir 39 gráður mbl.is/Baldur

Halldór Þorgeirsson lét af störfum sem forstöðumaður loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna í lok júlí. Hann er nú að koma sér fyrir á Íslandi eftir langa búsetu í Bonn. Óvenjuheitt var í Bonn þegar Morgunblaðið tók hann þar tali í byrjun mánaðarins.

Halldór segir áhrifin af núverandi losun gróðurhúsalofttegunda eiga eftir að koma fram að fullu.

„Við þurfum að ná því marki að heimslosunin hætti að aukast og fari að minnka. Heimslosunin er enn að aukast. Við þurfum að draga hratt úr henni vegna þess að afleiðingar veðurfarsbreytinga ráðast mikið af því hversu langan tíma það tekur að draga úr losuninni. Gróðurhúsalofttegundir eru enda svo áratugum skiptir í andrúmsloftinu.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert