Jólin eru komin í verslun Costco

Ung stúlka dáist að jólaskrauti í ágúst. Talsmaður Costco segir …
Ung stúlka dáist að jólaskrauti í ágúst. Talsmaður Costco segir að verslunarkeðjan sé vön því að hefja sölu á jólavarning um þetta leyti. mbl.is/​Hari

Senn líður að haustinu með tilheyrandi skammdegi og kertaljósum og því ekki úr vegi að fara að huga að jólunum. Á laugardaginn sl. hóf Costco að selja jólaskraut og annan jólatengdan varning.

Að sögn Brett Vigelskas, talsmanns Costco á Íslandi, er það vanalegt að sala á jólaskreytingum hefjist í búðum Costco um þetta leyti, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Aðspurður hvort hann hefði orðið var við einhver neikvæð viðbrögð viðskiptavina vegna komu skrautsins í verslunina svaraði Brett léttur í bragði: „Hver ætti svo sem að reiðast yfir jólunum? Þetta er alvanalegt í mörgum búðum og fastur liður hjá okkur. Við erum jafnframt að reyna að ná forskoti á aðra með því að byrja svo snemma.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert