Starfsmenn verktakafyrirtækjanna Suðurverks og Metrostav a.s. frá Tékklandi eru nú komnir um 3.400 metra inn í fjallið Arnarfjarðarmegin, sem er nærri 65% af heildarlengd ganganna.
Næsti punkturinn inni í göngunum er 3.700 metra inni í fjallinu og þangað á að ná fyrir lok september, en þá ætla bormenn verkáætlunum samkvæmt að færa sig um set og byrja gangagröft Dýrafjarðarmegin frá.
Þar er nú verið að útbúa vegi og aðstöðu en forskering er tilbúin svo að ekkert er að vanbúnaði til að þar megi byrja að sprengja sig inn í bergið. Alls verða göngin 5,3 kílómetra löng og verða tilbúin eftir tvö ár, að því er fram kemur í umfjöllun um gangnagerðina í Morgunblaðinu í dag.