Icelandair geti tekist á við stöðuna

Björgólfur Jóhannsson var gestur Kastljóss á RÚV í kvöld.
Björgólfur Jóhannsson var gestur Kastljóss á RÚV í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

„Þess­ar ákv­arðanir eru tekn­ar á minni vakt. Að því leyt­inu til ber ég ábyrgð, þar sem ég er yf­ir­maður fé­lags­ins og ber ábyrgð á allri starf­semi fé­lags­ins gagn­vart stjórn. Í ljósi þessa alls ákvað ég að draga mig í hlé og í raun að gefa fé­lag­inu færi á að vinna úr þeim mál­um sem er verið að vinna í,“ sagði Björgólf­ur Jó­hanns­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Icelanda­ir Group, í Kast­ljós­inu á RÚV í kvöld.

Í yf­ir­lýs­ingu Icelanda­ir frá því í gær lýsti Björgólf­ur því yfir að breyt­ing­ar sem gerðar voru á sölu- og markaðsstarfi fé­lags­ins hefðu ekki gengið sem skyldi. Í Kast­ljósi sagði hann að hug­mynd­in að breyt­ing­unni hefði verið ágæt, en eft­ir­fylgnin ekki gengið sem skyldi, en þessi mis­tök ollu mis­vægi á milli fram­boðs fluga til Evr­ópu ann­ars veg­ar og Norður-Am­er­íku hins veg­ar.

Hann sagði í viðtal­inu í kvöld að fé­lagið væri vel í stakk búið til að tak­ast á við niður­sveiflu í rekstri, þar sem efna­hag­ur­inn væri sterk­ur og pen­inga­leg staða sömu­leiðis og að hann væri stolt­ur af stöðunni sem Icelanda­ir er í núna. Jafn­framt sagði hann að staða WOW air ann­ars veg­ar og Icelanda­ir hins veg­ar væri gjör­ólík og að hon­um þætti það svo­lítið ósann­gjarn sam­an­b­urður að tala um stöðu fé­lag­anna í sömu andrá.

„Mér sýn­ist á kynn­ing­um þeirra að staða þeirra sé kannski ekki al­veg í takt við það sem við erum með,“ sagði Björgólf­ur og vísaði til fjár­kynn­ing­ar WOW air, sem leit­ar nú fjár­magns frá er­lend­um fjár­fest­um með skulda­bréfa­út­gáfu.

Sam­keppnis­eft­ir­litið hefði „tölu­verða skoðun“

Kristján Sig­ur­jóns­son, rit­stjóri Túrista, sagði í sam­tali við mbl.is í dag að áhuga­vert væri að velta því fyr­ir sér hvort vand­ræði ís­lensku flug­fé­lag­anna myndu leiða til þess að þau sam­einuðust, fyrr en síðar.  

Sig­ríður Hagalín Björns­dótt­ir þátta­stjórn­andi spurði Björgólf út í þess­ar vanga­velt­ur. „Ég hef ekk­ert mikla trú á því,“ sagði Björgólf­ur þá og bætti við að hann reiknaði ekki með að það væri heim­ilt og að Sam­keppnis­eft­ir­litið myndi hafa „tölu­verða skoðun“ á því ef það kæmi til tals.

„Enda er það mín skoðun að þessi fé­lög geti al­veg unnið á markaði sam­an,“ sagði Björgólf­ur, en hann sagði að það væri mik­il­vægt að bæði fé­lög birtu upp­lýs­ing­ar fyr­ir all­an al­menn­ing, sem væri að kaupa flug­miða og þyrfti að vera viss um að fé­lög­in væru starf­hæf langt fram í tím­ann.

Björgólf­ur sagðist jafn­framt hafa trú á því að hluta­bréf­astaða Icelanda­ir Group í dag, end­ur­speglaði ekki raun­veru­legt virði fé­lags­ins, en hluta­bréf í fé­lag­inu lækkuðu í dag um 17,26%.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert