Skelfiskmarkaðurinn, nýtt veitingahús á Klapparstíg í Reykjavík, verður opnað í hádeginu á morgun. Þar verður rúm fyrir allt að 310 gesti.
Hrefna Sætran kokkur segir að þar verði m.a. boðið upp á ostrur sem eigendurnir rækta ásamt öðrum á Húsavík.
Fyrir eru sömu aðilar með veitingahúsin Fiskmarkaðinn og Grillmarkaðinn auk ölstofu. Alls munu veitingahúsin þrjú rúma 545 gesti, að því er fram kemur í umfjöllun um það í Morgunblaðinu í dag.