Sameinast flugfélögin fyrr en síðar?

Kristján veltir því upp hvort íslensku flugfélögin tvö muni sameinast …
Kristján veltir því upp hvort íslensku flugfélögin tvö muni sameinast á endanum. mbl.is/Samsett mynd

„Staðan á ís­lensk­um flug­markaði var krí­tísk í síðustu viku og hún er enn þá flókn­ari núna,“ seg­ir Kristján Sig­ur­jóns­son, rit­stjóri Túrista, um tíðindi gær­dags­ins, en þá sagði Björgólf­ur Jó­hanns­son, for­stjóri Icelanda­ir, starfi sínu lausu.

Sagðist Björgólf­ur með því vilja axla ábyrgð, þar sem ákv­arðanir tekn­ar á  hans vakt hefðu valdið fé­lag­inu fjár­hags­legu tjóni ár­inu. En sam­kvæmt upp­færðri af­komu­spá mun af­koma árs­ins verða lægri en gert var ráð fyr­ir.

„Það verður áhuga­vert að sjá hvernig stjórn­end­ur Icelanda­ir munu vinda ofan af þeim mis­tök­um sem voru til­greind í til­kynn­ing­unni í gær,“ seg­ir Kristján. Í yf­ir­lýs­ingu frá Björgólfi benti hann meðal ann­ars á að breyt­ing­ar sem gerðar voru á leiðakerfi fé­lag­ins í byrj­un árs­ins hefðu valdið mis­vægi á milli fram­boðs fluga til Evr­ópu ann­ars veg­ar og Norður-Am­er­íku hins veg­ar.

Kristján segir áhugavert að sjá hvernig stjórnendur Icelandair munu vinda …
Kristján seg­ir áhuga­vert að sjá hvernig stjórn­end­ur Icelanda­ir munu vinda ofan af þeim mis­tök­um sem gerð hafa verið. Ljós­mynd/​Aðsend

„Mun fé­lagið fækka ferðum og áfanga­stöðum í Banda­ríkj­un­um til að ná á ný jafn­vægi í leiðakerf­inu milli Am­er­íku- og Evr­ópuflugs? Gæti sú breyt­ing svo orðið til þess að meðal­far­gjaldið hækki líkt og unnið hef­ur verið að. Lægra olíu­verð virðist alla vega ekki vera í kort­un­um og þá gæti verið kost­ur fyr­ir Icelanda­ir að selja hluta af eldri flug­vél­un­um og nýta í staðinn þær nýju sem eru miklu spar­neytn­ari.“

Síðustu vik­ur hef­ur átt sér stað mik­il umræða um stöðuna á ís­lensk­um flug­markaði og Kristján seg­ir þessi nýj­ustu tíðindi gera þá umræðu enn mik­il­væg­ari.

„Fókus­inn hef­ur verið á WOW air síðustu daga enda er fé­lagið að reyna að styrkja fjár­hags­stöðu sína með skulda­bréfa­út­boði. Það er spurn­ing hvort þess­ar frétt­ir af vanda Icelanda­ir geri WOW auðveld­ara eða erfiðara um vik að klára það útboð.“

Kristján seg­ir að ein­hverj­ir gætu metið stöðuna þannig að WOW air sé að eiga við álíka vanda­mál og Icelanda­ir, þ.e. lág far­gjöld, hækk­andi launa­kostnað og hærra olíu­verð.

„Svo gæti skýr­ing­in á sam­drætt­in­um hjá Icelanda­ir ein­fald­lega verið sú að WOW air sé að taka mikið til sín. Íslensku flug­fé­lög­in tvö eru hins veg­ar lít­il á þeim markaði sem þau leggja mesta áherslu á, þ.e. flug milli Evr­ópu og Norður-Am­er­íku og þau leiða ósenni­lega verðmynd­un­ina á þeim flug­leiðum. Það er áhuga­vert að velta því fyr­ir sér hvort þetta endi á því að flug­fé­lög­in tvö sam­ein­ist fyrr en síðar. Senni­lega hefðu sam­keppn­is­yf­ir­völd hér á landi eitt­hvað út á það að setja en sem fyrr seg­ir þá eru þessi fé­lög hluti af stærri markaði en þeim ís­lenska.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert