Foreldrar geri viðeigandi ráðstafanir

Horft yfir Garðabæ.
Horft yfir Garðabæ. mbl.is/Sigurður Bogi

Áhyggjur hafa vaknað varðandi öryggi skólabarna í Garðabæ á leið heim úr skóla eða í frístundastarf. Í skólum í nágrenni við vettvang árása undanfarið hefur foreldrum verið bent á að ræða við börn og gera viðeigandi ráðstafanir. 

Þetta kemur fram á vefsíðu Garðabæjar. Þar segir enn fremur að starfsmenn Garðabæjar hafi ekki upplýsingar um málið umfram það sem haft hefur verið eftir lögreglu í fjölmiðlum. 

Ráðist hefur verið á fjórar stúlkur síðustu tvær vikur í Garðabæ en lögreglunni bárust tvær tilkynningar um að veist hefði verið að stúlkum á milli klukkan 16.00 og 18.00 í gær. 

Mar­geir Sveins­son, aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu, sagði í samtali við mbl.is í hádeginu að málið væri í forgangi hjá lögreglu. 

Hann sagði málið rannsakað þannig að mögulega sé sami maður að verki í öll skiptin.

Hafi almenningur upplýsingar sem gætu varpað frekara ljósi á málin er fólki bent á að hafa samband við lögreglu, abending@lrh.is.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert