Hrottalegt dýraníð í Hafnarfirði

Kisan er komin á dýraspítala og virðist vera að braggast …
Kisan er komin á dýraspítala og virðist vera að braggast eftir raunina. Ljósmynd/Ingibjörg Hjaltadóttir

„Það var búið að hengja hana og festa ólar og bönd á hana út um allt,“ seg­ir Ronja Auðuns­dótt­ir í sam­tali við mbl.is. Hún setti færslu inn á Face­book-hóp­inn Katta­vakt­in fyrr í kvöld þar sem hún óskaði eft­ir hjálp við að koma ketti, sem hún og fimm ára son­ur henn­ar fundu, und­ir lækn­is­hend­ur.

„Það var búið að festa lopp­urn­ar sam­an, binda skottið og lík­amann með neta­bönd­um og svo var brúnt plast­band utan um háls­inn á henni. Það var líka rauð plastól sem skarst inn í lík­amann á henni,“ lýs­ir Ronja með hryll­ingi og bæt­ir við: „Maður sá greini­lega að það var búið að berja hana og meiða. Það átti greini­lega að drepa hana.“

Ronja og son­ur henn­ar voru í hjóla­t­úr í Hell­is­gerði í Hafnar­f­irði þegar þau fundu kis­una Lísu. Til­vilj­un og heppni varð til þess að hún fannst enda búið að festa hana við runna og plast­band um háls­inn á henni gerði það að verk­um að hún gat ekki mjálmað. „Þetta var bara heppni. Son­ur minn var að leita að álf­um, það hefði ekki verið mögu­leiki að sjá hana ann­ars,“ seg­ir Ronja sem var eðli­lega í miklu upp­námi.

Skjá­skot af Face­book-síðu Katta­vakt­ar­inn­ar

Ronja hófst þegar handa við að reyna að losa bönd­in og ól­arn­ar en það gekk illa fyrst um sinn. Bönd­in voru strekkt og hún var ekki með nein verk­færi á sér. Hún kallaði eft­ir hjálp sem barst að lok­um og á end­an­um náðist að losa kis­una og koma henni á dýra­spítala. Ronja seg­ir kis­una hafa litið bet­ur út eft­ir að búið var að hlúa aðeins að henni. Hún bíður frek­ari fregna frá dýra­spítal­an­um og á von á upp­lýs­ing­um á morg­un eða næstu dög­um.

Kötturinn er kominn á dýraspítala.
Kött­ur­inn er kom­inn á dýra­spítala. Ljós­mynd/​Ingi­björg Hjalta­dótt­ir

Hún óttaðist það versta fyrst þegar hún kom að kis­unni og hélt að hún væri dáin. „Það heyrðist ekk­ert í henni fyrst en svo þegar búið var að losa af henni bönd­in þá byrjaði hún aðeins að mjálma,“ seg­ir Ronja sem tel­ur að kis­an hafi legið þarna síðan um helg­ina eða leng­ur.

„Hún er ábyggi­lega búin að liggja þarna í fleiri daga. Það var nálykt af henni og drep í sár­un­um,“ bæt­ir Ronja við.

Ronja seg­ist miður sín yfir því að son­ur henn­ar hafi orðið vitni að slíkri grimmd. „Eng­in börn eiga að sjá svona, eng­inn á að sjá svona og þetta á ekki að vera til,“ seg­ir hún að lok­um.

Kis­an heit­ir Lísa og er ör­merkt en ekki hef­ur tek­ist að hafa uppi á eig­end­um henn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert