Unnu afrek í fjallahlaupi í Ölpunum

Jóda, Halldóra og Hafdís stóðu sig með prýði í fjallahlaupunum.
Jóda, Halldóra og Hafdís stóðu sig með prýði í fjallahlaupunum. Ljósmynd/Aðsend

Þrjár ís­lensk­ar kon­ur tóku þátt í UT4M-fjalla­hlaupaserí­unni sem fram fór í Ölp­un­um í nánd við Grenoble í Frakklandi á föstu­dag­inn. Þær Haf­dís Guðrún Hilm­ars­dótt­ir og Jóda Elín Val­gerður Mar­grét­ar­dótt­ir hlupu 95 km hlaup með 5.500 metra hækk­un og Hall­dóra Gyða Matth­ías­dótt­ir Proppé hljóp 169 km hlaup með 11.000 metra hækk­un.

Haf­dís hafnaði í fyrsta sæti í sín­um ald­urs­flokki en hún tók þátt í 95 km hlaupi sem hún kláraði á 18 klukku­stund­um, sjö mín­út­um og 22 sek­únd­um.  Í hlaup­inu var m.a. farið um fjallat­ind­ana Sous l‘Echail­len, Grand Colon og Chamechau­de.  

Gekk á Esj­una 89 sinn­um

Átján klukku­stunda fjalla­hlaup krefst mik­ils und­ir­bún­ings og æfði Haf­dís stíft fram að keppn­inni. Æfing­in fólst að miklu leyti í því að ganga Lauga­veg­inn og Esj­una. „Það besta við fjalla­hlaup­in er nátt­úr­an og feg­urðin, og að geta ferðast um nátt­úr­una á þenn­an hátt. Al­veg ólýs­an­legt og al­gjör for­rétt­indi,“ seg­ir Haf­dís. „Ég hef gengið á Esj­una 89 sinn­um síðan í fe­brú­ar. Mark­miðið er að fara 100 sinn­um á þessu ári og það fer að stytt­ast í hundruðustu ferðina.“

Haf­dís byrjaði að hlaupa fyr­ir tíu árum en spreytti sig fyrst á fjalla­hlaupi fyr­ir 5 árum. Hún skráði sig í fjalla­hlaup­in í Ölp­un­um í Frakklandi í janú­ar, eft­ir að hafa heyrt af þeim frá Íslend­ing­um sem höfðu tekið þátt.

Lang­flest­ir þátt­tak­end­ur í hlaup­inu voru Frakk­ar og frönsk mat­ar­menn­ing setti sinn svip á viðburðinn. Sjö mat­ar­stöðvar voru til taks á leiðinni svo nóga nær­ingu var að fá í löngu fjalla­hlaup­inu.

„Þetta var mjög „lókal“ hlaup og æðis­leg­ur mat­ur á leiðinni. Mik­il hvatn­ing og stemn­ing, hlaupið er greini­lega heima­mönn­um kært. Svo kom ég akkúrat í mark á miðnætti, sem var bara gam­an. Veðrið var mjög gott þarna, svo­lítið kalt á toppn­um reynd­ar en við get­um hik­laust mælt með þessu hlaupi.“

Níu Íslend­ing­ar taka þátt í fjalla­hlaupi á Mont Blanc

Fjalla­hlaup eru vin­sæl meðal Íslend­inga en níu Íslend­ing­ar taka þátt í hinum víðfrægu Mont Blanc-ut­an­vega­hlaup­um sem hefjast í vik­unni. Fyrsta hlaupið þar er 119 km og hefst á morg­un en þar mun Gunn­ar Júlí­us­son taka þátt.

Á heimasíðu hlaups­ins, Irun­f­ar.com, er fjallað um hlaup­ara sem þykja lík­leg­ir til af­reka. Þar er minnst á Þor­berg Inga Jóns­son en hann hafnaði í 6. sæti í ccc hlaup­inu í Mont Blanc árið 2017.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert