„Eins og ég hafi verið slegin í gólfið“

Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra.
Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra. mbl.is/Hari

„Í fljótu bragði er þetta dá­lítið þungt högg,“ seg­ir Katrín Sif Sig­ur­geirs­dótt­ir, formaður samn­inga­nefnd­ar ljós­mæðra, um úr­sk­urð gerðardóms í kjara­deilu ljós­mæðra við ríkið. Katrín seg­ir eitt­hvað já­kvætt í úr­sk­urðinum en ekk­ert sé minnst á leiðrétt­ingu á launa­setn­ingu ljós­mæðra.

Van­ar að fá klapp á bakið

„Ég er ekki að sjá neina beina grunn­launa­hækk­un ljós­mæðra, sem var okk­ar helsta bar­áttu­mál, og mér finnst þetta svo­lítið í anda þess sem verið hef­ur,“ seg­ir Katrín og held­ur áfram:

Þetta er gott klapp á bakið og við erum van­ar því að fá klapp á bakið fyr­ir vel unn­in störf. Það dug­ar ekki til.

Sam­kvæmt úr­sk­urðinum á að meta kandí­dats­gráðu ljós­mæðra til jafns við hjúkr­un­ar­fræðing með tveggja ára sér­nám. Katrín seg­ist eiga eft­ir að sjá hvernig það verði út­fært. 

Á að tengja töfl­urn­ar sam­an eða hvernig verður þetta fest? Þetta hef­ur svo­lítið verið þannig að ljós­mæður hafa hækkað en síðan losna samn­ing­ar hjá hjúkr­un­ar­fræðing­um og þá hækka þær,“ seg­ir Katrín og bæt­ir við að hún hefði viljað sjá töfl­urn­ar fest­ar sam­an.

Hún seg­ir já­kvætt að úr­sk­urðað sé að nem­ar fái greidd laun á náms­tíma frá 1. sept­em­ber. „Það hef­ur ekki verið til umræðu í þess­ari lotu og maður hélt að það ætti heima meira á milli spít­al­ans og há­skól­ans. Það kem­ur því skemmti­lega á óvart.“

Hef­ur áhyggj­ur af þeim sem hafa ekki dregið upp­sagn­ir til baka

Næstu skref að sögn Katrín­ar er að fara yfir úr­sk­urðinn með lög­fræðingi og hag­fræðingi frá BHM. „Það eru voða mikl­ar hvatn­ing­ar og klapp á bakið í þessu en lítið í hendi. Mér líður eins og ég hafi verið sleg­in í gólfið.“

Katrín hef­ur einnig áhyggj­ur af þeim ljós­mæðrum sem ekki hafa dregið upp­sagn­ir sín­ar til baka og ætluðu að bíða niður­stöðu gerðardóms. Farið verður yfir úr­sk­urðinn með fé­lags­kon­um í ljós­mæðrafé­lag­inu sem fyrst.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert