Finnur ekki eldinn inni í sér

Guðbergur Rósi Kristjánsson, fullur tilhlökkunar við úrskrift árið 2015. Í …
Guðbergur Rósi Kristjánsson, fullur tilhlökkunar við úrskrift árið 2015. Í stað þess að vera með í samfélaginu situr hann einangraður heima. Ljósmynd/Þórhildur Ída Þórarinsdóttir

Guðberg­ur Rósi Kristjáns­son er 25 ára og á sér marga drauma. Hann er með Downs-heil­kenni og frá því að hann út­skrifaðist af starfs­náms­braut FB fyr­ir þrem­ur árum hef­ur hann haft lítið fyr­ir stafni, þar sem fá tæki­færi eru fyr­ir fötluð ung­menni í starfi og námi.

Í um­fjöll­un um Rósa í Morg­un­blaðinu í dag segja for­eldr­ar hans hann nú ein­angraðan og að hann hafi staðnað í þroska.

„Ímyndaðu þér að vera stadd­ur í miðri heims­reisu og njóta þess í botn að læra um nýja staði, ferðast og sjá það sem fyr­ir augu ber. Þegar ferðin er rétt byrjuð ákveður flug­fé­lagið að henda nokkr­um farþegum út á flug­velli í Sa­hara-eyðimörk­inni til að spara eldsneyt­is­kostnað. Mál­in eru rædd við farþeg­ana sem mót­mæla há­stöf­um en þeir sem ekki geta tjáð sig með góðu móti eru látn­ir fara frá borði,“ seg­ir Þór­hild­ur Ída Þór­ar­ins­dótt­ir, móðir Guðbergs Rósa Kristjáns­son­ar.

Rósi eins og hann er kallaður er með Down-heil­kenni og hef­ur lítið haft fyr­ir stafni frá því að hann út­skrifaðist glaður og kát­ur af starfs­braut FB fyr­ir þrem­ur árum. Ida er með mynd­lík­ing­unni að lýsa þeim veru­leika sem bíður of margra ein­stak­linga með þroska­höml­um þegar fram­halds­skóla lýk­ur. Ída held­ur áfram með mynd­lík­ing­una.

„Ímyndaðu þér að þú horf­ir á flug­vél­ina hefja sig til lofts og þú sérð ekk­ert nema san­döld­ur svo langt sem augað eyg­ir og það sem þú veist ekki er að flugrek­and­inn mun ekki senda aðra flug­vél eft­ir þér.“

Þrem­ur árum eft­ir að Rósi út­skrifaðist af starfs­náms­braut, full­ur sjálfs­trausts, í mikl­um fé­lags­leg­um sam­skipt­um og til­bú­inn að tak­ast á við lífið á vinnu­markaðnum hef­ur hann ein­angr­ast, hef­ur ofan af fyr­ir sér í tölv­unni, vak­ir á nótt­unni og sef­ur á dag­inn. Ida og Kristján Arn­ar Kristjáns­son, faðir Rósa, segja að til­gangs­leysið sé farið að hafa veru­leg áhrif á Rósa.

Á lista yfir drauma­störf Rósa er m.a. að vinna á bóka­safni, þjónn, á kaffi­húsi, vinna hjá Dom­in­o's, í leik­húsi, eitt­hvað tengt tónlist, að vinna hjá lög­regl­unni og í slökkviliðinu.

„Það væri æðis­legt ef hon­um yrði boðið á rúnt­inn með lög­reglu- eða slökkviliði. Hann myndi lifa á því lengi, seg­ir Ída.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert