Banaslys í Steinsholtsá

mbl.is

Kona sem féll í Steins­holtsá við Þórs­mörk í dag er lát­in. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá lög­regl­unni á Suður­landi. 

Slysið varð um hálfþrjú­leytið í dag, en þar var til­kynnt um bíl í ánni. Er­lend hjón voru í bíln­um sem sat fast­ur eft­ir að hafa reynt að þvera ána. Maður­inn náði að koma sér úr bíln­um og á þurrt en kon­an féll í ána. Maður­inn var blaut­ur og kald­ur þegar björg­un­arlið kom á staðinn. Tölu­vert vatn var í ánni.

Hjón­in voru flutt á slysa­deild með þyrlu Land­helg­is­gæsl­unn­ar og var kon­an úr­sk­urðuð lát­in þegar komið var á Land­spít­al­ann. 

Málið er til rann­sókn­ar hjá lög­regl­unni á Suður­landi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert