Gert að tilkynna markaðssetningu rafrettna

Hægt er að fá ýmsar tegundir af rafrettum.
Hægt er að fá ýmsar tegundir af rafrettum. Mynd/Wikipedia

Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um rafrettur hefur tekið gildi. Samkvæmt henni skulu framleiðendur og innflytjendur rafrettna og áfyllinga fyrir rafrettur sem hyggjast markaðssetja þessa vöru hér á landi tilkynna Neytendastofu um það sex mánuðum áður en markaðssetning er fyrirhuguð.

Á vefsíðu velferðarráðuneytisins segir að markmiðið sé að tryggja að einungis séu seldar rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur sem uppfylla öryggisstaðla og þau viðmið sem gilda um öryggi vöru hér á landi.

Framleiðendum og innflytjendum rafrettna og áfyllinga ber skylda til að leggja fram nýja tilkynningu fyrir hverja breytingu á vöru sem telst umtalsverð og sker Neytendastofa úr um hvort breyting telst umtalsverð.

Óheimilt er að flytja inn eða selja vöru sem hefur ekki verið tilkynnt í samræmi við lög og nýju reglugerðina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert