Með aðstoð frá almættinu

Séra Hjálmar Jónsson, fyrrverandi dómkirkjuprestur, fór holu í höggi í …
Séra Hjálmar Jónsson, fyrrverandi dómkirkjuprestur, fór holu í höggi í þriðja skiptið á fimm árum í fyrradag. mbl.is/Árni Sæberg

Séra Hjálmar Jónsson, fyrrverandi dómkirkjuprestur, náði í fyrradag þeim merka áfanga að fara holu í höggi. Höggið sló hann á 8. braut Urriðavallar í Garðabæ.

Það eitt út af fyrir sig þykir hugsanlega ekki fréttnæmt en það sem gerir áfangann merkilegan er sú staðreynd að þetta var í þriðja skipti á fimm árum sem sr. Hjálmar fer holu í höggi. Það eru ekki nema tæpar þrjár vikur síðan hann gerði það síðast.

Hjálmar fór holu í höggi í fyrsta skipti fyrir 5 árum, einnig á 8. brautinni. Hann segir höggið í fyrradag hafa verið nákvæmlega eins og þá. „Ég tók sandjárnið eins og ég gerði fyrir fimm árum. Ég geri það oftast þegar það er meðvindur. Það var dálítil gola og holustaðsetningin var sú sama. Þetta var hátt högg sem lenti aðeins fyrir utan flöt og rúllaði ofan í,“ útskýrir Hjálmar í samtali við Morgunblaðið.

Sjá samtal við séra Hjálmar í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert