Með aðstoð frá almættinu

Séra Hjálmar Jónsson, fyrrverandi dómkirkjuprestur, fór holu í höggi í …
Séra Hjálmar Jónsson, fyrrverandi dómkirkjuprestur, fór holu í höggi í þriðja skiptið á fimm árum í fyrradag. mbl.is/Árni Sæberg

Séra Hjálm­ar Jóns­son, fyrr­ver­andi dóm­kirkjuprest­ur, náði í fyrra­dag þeim merka áfanga að fara holu í höggi. Höggið sló hann á 8. braut Urriðavall­ar í Garðabæ.

Það eitt út af fyr­ir sig þykir hugs­an­lega ekki frétt­næmt en það sem ger­ir áfang­ann merki­leg­an er sú staðreynd að þetta var í þriðja skipti á fimm árum sem sr. Hjálm­ar fer holu í höggi. Það eru ekki nema tæp­ar þrjár vik­ur síðan hann gerði það síðast.

Hjálm­ar fór holu í höggi í fyrsta skipti fyr­ir 5 árum, einnig á 8. braut­inni. Hann seg­ir höggið í fyrra­dag hafa verið ná­kvæm­lega eins og þá. „Ég tók sand­járnið eins og ég gerði fyr­ir fimm árum. Ég geri það oft­ast þegar það er meðvind­ur. Það var dá­lít­il gola og holustaðsetn­ing­in var sú sama. Þetta var hátt högg sem lenti aðeins fyr­ir utan flöt og rúllaði ofan í,“ út­skýr­ir Hjálm­ar í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Sjá sam­tal við séra Hjálm­ar í heild á baksíðu Morg­un­blaðsins í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka