Ísland styður á þriðja tug þvingana

Ísland hefur tekið þátt í þvingunaraðgerðum gegn Rússlandi frá 2014 …
Ísland hefur tekið þátt í þvingunaraðgerðum gegn Rússlandi frá 2014 en alls eru aðgerðirnar hátt í 30 og er þeim m.a. beint gegn al-Qaeda. AFP

Íslend­ing­ar eiga í þving­un­araðgerðum gagn­vart 27 ríkj­um auk víga­sam­taka. Aðgerðir þess­ar eru ákveðnar í sam­vinnu við alþjóðastofn­an­ir, ríkja­hópa eða sam­starfs­ríki í sam­ráði við ut­an­rík­is­mála­nefnd Alþing­is.

Rík­in sem um ræðir eru m.a. Af­gan­ist­an, Norður-Kórea, Hvíta-Rúss­land, Bosn­ía-Her­segóvína og Rúss­land.

Í um­fjöll­un um aðgerðir þess­ar í Morg­un­blaðinu í dag kem­ur fram, að flest­ar þving­un­araðgerðir snú­ast um vopna­sölu­bann, fryst­ingu fjár­muna og ferðabann. Einnig eru dæmi um ann­ars kon­ar aðgerðir, s.s. bann við ol­íu­kaup­um og sölu á lúxusvör­um, en mark­miðið er einkum að viðhalda friði og ör­yggi.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert