Viðreisn vill ódýrara Ísland

Þorsteinn Víglundsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir fóru yfir helstu áherslumál …
Þorsteinn Víglundsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir fóru yfir helstu áherslumál Viðreisnar á blaðamannafundi í morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Viðreisn fer inn í þing­vet­ur­inn und­ir slag­orðinu „Ódýr­ara Ísland“, en á blaðamanna­fundi flokks­ins í morg­un fóru þau Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir og Þor­steinn Víg­lunds­son yfir þau mál sem flokk­ur­inn ætl­ar að leggja áherslu á í vet­ur.

Í upp­hafi fund­ar­ins var fjölda skjá­skota úr vef­miðlum varpað upp á skjá í húsa­kynn­um Viðreisn­ar, með frétt­um sem fjalla um hátt verðlag hér á landi og þverr­andi sam­keppn­is­hæfni ís­lenskra fyr­ir­tækja. Þor­gerður Katrín sagði að þrátt fyr­ir alla þessa um­fjöll­un talaði eng­inn um rót vand­ans, ís­lensku krón­una, en Viðreisn hyggst leggja fram nýja pen­inga­mála­stefnu Íslands á kom­andi þingi.

Þor­steinn bar sam­an bæði mat­vöru­verð og vaxta­kostnað Íslend­inga við ná­granna­lönd­in og sagði að sá sam­an­b­urður kæmi illa út. Hann sagði ís­lenska fjög­urra manna fjöl­skyldu eyða 80 þúsund krón­um meira í mat á mánuði en fjöl­skylda sömu stærðar í Dan­mörku og að vext­ir væru hér tvö­falt til þre­falt hærri en í ná­granna­lönd­un­um.

Þorsteinn sagði að íslenskar fjölskyldur væru að greiða allt of …
Þor­steinn sagði að ís­lensk­ar fjöl­skyld­ur væru að greiða allt of háa vexti og að það væri fylgi­fisk­ur ís­lensku krón­unn­ar. Graf/​Viðreisn

Þá fjallaði Þor­steinn um það sem hann kallaði „eyðslu­stefnu stjórn­valda“ og sagði að á góðær­is­tím­um hefðu Íslend­ing­ar aukið rík­is­út­gjöld langt um­fram getu og það sama væri upp á ten­ingn­um núna. Ekki yrði hægt að standa und­ir þessu til lengri tíma og stjórn­mála­menn virt­ust hafa ein­sett sér að læra ekk­ert af síðasta hruni, né síðustu ára­tug­um, þrátt fyr­ir ít­rekaðar aðvar­an­ir hag­fræðinga um skaðsemi þess­ar­ar stefnu.

Auk þess að beita sér fyr­ir nýrri pen­inga­mála­stefnu ætl­ar Viðreisn að leggja til að sam­keppn­isund­anþágur í land­búnaði verði af­numd­ar og í máli Þor­gerðar Katrín­ar kom fram að flokk­ur­inn hygðist leggja til að verðlags­nefnd búvara yrði lögð niður og styrkja­kerfi land­búnaðar­ins gert gagn­særra.

Þá mun flokk­ur­inn krefjast þess að ríkið fái sann­gjarnt gjald fyr­ir notk­un auðlinda og í því sam­hengi nefndi Þor­gerður Katrín sér­stak­lega auðlind­ir hafs­ins. Hún sagði að það væri ekki svo að auðlinda­gjöld væru að sliga all­ar litl­ar út­gerðir, en Viðreisn vildi þó leggja fram til­lög­ur til þess að koma til móts við minni út­gerðarfyr­ir­tæki.

Viðreisn ætl­ar einnig að leggja fram frum­vörp um að póstþjón­usta og leigu­bílaþjón­usta verði gerð frjáls og þá vill flokk­ur­inn að fjöl­breytt rekstr­ar­form í heil­brigðisþjón­ustu fái að þríf­ast.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert