Djúsbar í anddyri Versala

Íþróttamiðstöðin Versalir í Kópavogi.
Íþróttamiðstöðin Versalir í Kópavogi. mbl.is/Árni Sæberg

Bæjarráð Kópavogs hefur samþykkt að ganga til samninga við Djús ehf. sem rekur veitingastaðina Lemon um veitingarekstur í íþróttamiðstöðinni Versölum, en þar er meðal annars Salalaug, fimleikafélagið Gerpla og líkamsræktarstöð.

Að sögn Sigríðar Bjargar Tómasdóttur, upplýsingafulltrúa Kópavogs, var auglýst eftir rekstraraðilum 23. júní. Átti viðkomandi að sjá um veitingarekstur þar sem einfaldar og hollar veitingar væru á boðstólum sem hentuðu starfseminni vel. Þrjár umsóknir bárust og var Lemon talin koma best út miðað við þær forsendur að sögn Sigríðar.

Afgreiðsla íþróttamiðstöðvarinnar verður óbreytt, en á móti henni, vinstra megin við útidyrnar, verður veitingastaðurinn innréttaður, en þar verða seldar bæði samlokur og djús.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert