Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flytur stefnuræðu sína á Alþingi klukkan 19.30 í kvöld. Að henni lokinni fara fram umræður um ræðuna, svonefndar eldhúsdagsumræður.
Hægt er að fylgjast með umræðunni hér fyrir neðan:
Umræðurnar skiptast í þrjár umferðir og mun ljúka laust fyrir klukkan 22. Röð flokkanna verður eftirfarandi í öllum umferðum: Vinstrihreyfingin – grænt framboð, Samfylkingin, Miðflokkurinn, Sjálfstæðisflokkur, Píratar, Framsóknarflokkur, Flokkur fólksins og Viðreisn.
Formenn allra flokka tala til máls í fyrstu umferð, en Píratar eru þar undantekning. Halldóra Mogensen mun flytja fyrstu ræðu Pírata en Björn Leví Gunnarsson var nýlega slembivalinn sem formaður flokksins og tekur hann við af Halldóru.
Ræðumenn í kvöld verða eftirfarandi:
Vinstrihreyfingin – grænt framboð: Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Samfylkingin: Logi Einarsson, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir og Ágúst Ólafur Ágústsson.
Miðflokkurinn: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Bergþór Ólason og Sigurður Páll Jónsson.
Sjálfstæðisflokkinn: Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra og Haraldur Benediktsson.
Píratar: Halldóra Mogensen, Smári McCarthy og Jón Þór Ólafsson.
Framsóknarflokkurinn: Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, og Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra.
Flokkur fólksins: Inga Sæland, Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason.
Viðreisn: Þorgerður K. Gunnarsdóttir, Þorsteinn Víglundsson og Hanna Katrín Friðriksson.
Greint verður frá umræðunum á mbl.is, en einnig verður hægt að horfa á þær í beinni útsendingu á vef Alþingis og á RÚV.