Rannsaka sýklalyfja þolin E.coli í gæludýrum

Safnað var sýnum úr hundum og köttum í samvinnu við …
Safnað var sýnum úr hundum og köttum í samvinnu við dýralækna. Mynd úr safni. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Kanna á algengi sýklalyfjaþolinna E. coli baktería í gæludýrum sem flutt eru til landsins. Rannsóknin verður gerði á vegum Matvælastofnunar og Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum, að því er fram kemur í fréttatilkynningu MAST.

Um er að ræða E. coli bakteríur sem bera með sér gen sem hafa þann eiginleika að mynda ónæmi gegn mikilvægum sýklalyfjum. Eru bakteríur sem bera þessi gen líklegri til að vera fjölónæmar.

Er könnunin hluti af meistaraverkefni við Dýralæknaháskólann í Kaupmannahöfn þar sem verið er að kanna algengi ESBL/AmpC-myndandi E. coli í gæludýrum á Íslandi og næmi þessara stofna fyrir öðrum sýklalyfjum verður kannað.

Safnað var sýnum úr hundum og köttum í samvinnu við dýralækna á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum. Auk þess eru notuð saursýni úr hundum og köttum sem nú dvelja á einangrunarstöð vegna innflutnings til landsins.

Tekið er fram að niðurstöður úr sýnum þeirra dýra sem eru í einangrun hafa engin áhrif á innflutningsleyfi þeirra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert