Víkingaþorpið staðið autt í níu ár

Víkingaþorpið á Horni er nokkuð stórt og eru þar mörg …
Víkingaþorpið á Horni er nokkuð stórt og eru þar mörg hús. Loftmyndir/map.is

„Það er farið að sjá mikið á þessari leikmynd og í raun er þetta orðið að hálfgerðu leiðindamáli – það eru liðin níu ár og þeir eru ekki enn byrjaðir að taka þessa mynd,“ segir Ómar Antonsson, eigandi jarðarinnar Horns í Hornafirði, í samtali við Morgunblaðið.

Vísar hann í máli sínu til víkingaþorps sem frá árinu 2009 hefur staðið við gamla íbúðarhúsið á Horni. Þorp þetta er leikmynd sem reist var fyrir fyrirhugaða víkingamynd sem Baltasar Kormákur átti að leikstýra. Til stóð að taka upp myndina að stórum hluta hér á landi og áttu tökur að hefjast 2010.

Greiða ekki lengur leigu

Að sögn Ómars eru tökur hins vegar ekki enn hafnar. „Þeir segja alltaf við mig að hlutir fari að gerast á næsta ári og nú greiða þeir mér ekki einu sinni leigu fyrir þetta lengur,“ segir hann, en að sögn Ómars hefur framleiðandi myndarinnar, 26 Film í Los Angeles í Bandaríkjunum, ekki greitt leigu fyrir afnot af landinu í tvö ár. „Það gengur illa að innheimta hana,“ segir hann.

Þorpið samanstendur af nokkrum húsum og er víkingaskáli þeirra stærstur, 38 metra langur og eru sjö metrar upp í mæni hans. Önnur hús eru t.a.m. hof, hesthús, smiðja, brugghús og þrælageymsla. Þá eru einnig nokkrir minni kofar í þorpinu. Að sögn Ómars er byrjað að brotna upp úr hluta leikmyndarinnar og telur hann slysahættu auðveldlega geta skapast á svæðinu. „Ég er nú eiginlega hræddastur um það.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert