Víkingaþorpið staðið autt í níu ár

Víkingaþorpið á Horni er nokkuð stórt og eru þar mörg …
Víkingaþorpið á Horni er nokkuð stórt og eru þar mörg hús. Loftmyndir/map.is

„Það er farið að sjá mikið á þess­ari leik­mynd og í raun er þetta orðið að hálf­gerðu leiðinda­máli – það eru liðin níu ár og þeir eru ekki enn byrjaðir að taka þessa mynd,“ seg­ir Ómar Ant­ons­son, eig­andi jarðar­inn­ar Horns í Hornafirði, í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Vís­ar hann í máli sínu til vík­ingaþorps sem frá ár­inu 2009 hef­ur staðið við gamla íbúðar­húsið á Horni. Þorp þetta er leik­mynd sem reist var fyr­ir fyr­ir­hugaða vík­inga­mynd sem Baltas­ar Kor­mák­ur átti að leik­stýra. Til stóð að taka upp mynd­ina að stór­um hluta hér á landi og áttu tök­ur að hefjast 2010.

Greiða ekki leng­ur leigu

Að sögn Ómars eru tök­ur hins veg­ar ekki enn hafn­ar. „Þeir segja alltaf við mig að hlut­ir fari að ger­ast á næsta ári og nú greiða þeir mér ekki einu sinni leigu fyr­ir þetta leng­ur,“ seg­ir hann, en að sögn Ómars hef­ur fram­leiðandi mynd­ar­inn­ar, 26 Film í Los Ang­eles í Banda­ríkj­un­um, ekki greitt leigu fyr­ir af­not af land­inu í tvö ár. „Það geng­ur illa að inn­heimta hana,“ seg­ir hann.

Þorpið sam­an­stend­ur af nokkr­um hús­um og er vík­inga­skáli þeirra stærst­ur, 38 metra lang­ur og eru sjö metr­ar upp í mæni hans. Önnur hús eru t.a.m. hof, hest­hús, smiðja, brugg­hús og þræla­geymsla. Þá eru einnig nokkr­ir minni kof­ar í þorp­inu. Að sögn Ómars er byrjað að brotna upp úr hluta leik­mynd­ar­inn­ar og tel­ur hann slysa­hættu auðveld­lega geta skap­ast á svæðinu. „Ég er nú eig­in­lega hrædd­ast­ur um það.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert