Hegðun sem ekki á að líðast

Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Eggert

Sú framkoma og sá kúltúr sem lýst hefur verið á ekki að líðast nokkurs staðar í samfélaginu. Mér þykir rétt að árétta að ýmsum spurningum er enn ósvarað og málinu því ekki lokið.“

Þetta segir Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur, á Facebook-síðu sinni um uppsögn forstjóra Orku náttúrunnar vegna ósæmilegrar hegðunar hans gagnvart undirmönnum sínum. Hún hafi sem stjórnarmaður í félaginu fengist síðustu sólarhringana við þau erfiðu mál sem ratað hafi í fjölmiðla.

Hildur segir að alþjóðleg bylgja frásagna af kynferðislegri áreitni og ofbeldi síðustu misseri hafi leitt í ljós alvarlega brotahegðun á fjölmörgum vinnustöðum sem verður að uppræta.

Ekki lýst yfir stuðningi við forstjórann

„Málið sem hér um ræðir er af sama meiði og er litið alvarlegum augum. Í framhaldinu þykir mér rétt að vinnustaðamenning samstæðunnar verði skoðuð svo sambærileg hegðun geti ekki endurtekið sig.“

Hldur segir síðan aðspurð í athugasemd við færslu sína stjórn Orkuveitunnar hafi ekki lýst yfir stuðningi við forstjóra félagsins á fundi um málið í dag.

„Þetta var eingöngu haft eftir stjórnarformanni í viðtali og mér brá svolítið við ummælin. Við Björn Gíslason [borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins] sátum fundinn og teljum algjörlega ótímabært að lýsa yfir neinum slíkum stuðningi enda málið ekki til lykta leitt.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert