Milljarðaskuld við Isavia

WOW air er annar stærsti viðskiptavinur flugleiðsöguþjónustu Isavia á eftir …
WOW air er annar stærsti viðskiptavinur flugleiðsöguþjónustu Isavia á eftir Icelandair. Félagið hefur safnað upp viðskiptaskuldum við Isavia í ár.

Flug­fé­lagið WOW air skuld­ar Isa­via ohf. um tvo millj­arða króna í lend­ing­ar­gjöld. Af þeirri skuld er um helm­ing­ur­inn nú þegar gjald­fall­inn. Þetta herma heim­ild­ir Morg­un­blaðsins.

Þannig mun WOW air ekki hafa greitt lend­ing­ar­gjöld á Kefla­vík­ur­flug­velli frá því í vor. Sam­kvæmt nýbirt­um árs­hluta­reikn­ingi Isa­via hafa inn­lend­ar viðskipta­kröf­ur fyr­ir­tæk­is­ins hækkað um 1.220 millj­ón­ir króna frá ára­mót­um. Kröfu­fjár­hæðin miðaðist við stöðu viðskipta hjá fyr­ir­tæk­inu fyr­ir tíu vik­um, eða 30. júní síðastliðinn. Ekki ligg­ur enn ljóst fyr­ir með hvaða hætti Isa­via hyggst inn­heimta skuld flug­fé­lags­ins.

Þegar Morg­un­blaðið leitaði viðbragða Isa­via feng­ust þau svör að fyr­ir­tækið tjáði sig ekki um mál­efni ein­staka viðskipta­vina sinna. Þegar spurt var út í al­mennt verklag við úr­lausn mála þegar flug­fé­lög lentu í van­skil­um með lend­ing­ar­gjöld var svarið á þá leið að „Isa­via vinn­ur með viðkom­andi fé­lög­um að lausn mála ef upp koma til­vik þar sem van­skil verða á lend­ing­ar­gjöld­um með hags­muni Isa­via að leiðarljósi.“

Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins vinn­ur Isa­via nú að út­færslu á því í sam­ráði við WOW air með hvaða hætti skuld­in verður gerð upp við fyr­ir­tækið.

WOW air sendi frá sér til­kynn­ingu um miðjan dag í gær þar sem greint var frá því að skulda­bréfa­út­gáfa að virði 50 millj­óna evra yrði frá­geng­in á þriðju­dag­inn næsta. Ekki hafa feng­ist upp­lýs­ing­ar um hvort fjár­mun­ir sem aflað verður með út­gáf­unni verði nýtt­ir til þess að gera upp fyrr­nefnda skuld við Isa­via, að  því er fram  kem­ur í um­fjöll­un um vanda WOW í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert