Rithöfundar hafa áhyggjur af málinu

Rithöfundar eru ósáttir við að virðisaukaskattur verði ekki afnuminn af …
Rithöfundar eru ósáttir við að virðisaukaskattur verði ekki afnuminn af bókum og telja að endurgreiðslur til útgefenda gagnist þeim einum. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Kurr er meðal rithöfunda eftir að tilkynnt var að ríkisstjórnin hefði lagt áform um afnám virðisaukaskatts á bækur til hliðar. Stjórnin áformar þess í stað að endurgreiða hluta af kostnaði við útgáfu bóka.

„Hér í húsi hugsum við mest um hvernig eða hvort þetta kemur rithöfundum til góða,“ segir Ragnheiður Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Rithöfundasambands Íslands.

„Vissulega hafa rithöfundar áhyggjur af stöðunni. Það má búast við viðbrögðum héðan ef stuðningurinn skilar sér á engan hátt til rithöfundanna,“ segir Ragnheiður ennfremur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert