Eldamennska fór úrskeiðis í Hraunbæ

Slökkvilið vinnur nú að því að reykræsta íbúðina.
Slökkvilið vinnur nú að því að reykræsta íbúðina. mbl.is/Þór

Tilkynning barst um eld í fjölbýlishúsi í Hraunbæ í Reykjavík nú rétt eftir klukkan 20. Svo virðist vera sem eldamennska hafi farið úrskeiðis og varð engum meint af. Slökkvilið vinnur nú að því að reykræsta íbúðina.

Í fyrstu voru tveir slökkviliðsbílar sendir á staðinn en einum var snúið við. Litlar sem engar skemmdir eru taldar hafa orðið í íbúðinni.

Samkvæmt upplýsingum mbl.is var enginn í íbúðinni nema köttur þegar óhappið varð. Honum varð ekki meint af. 

mbl.is/Þór
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert