Hafa ráðið í 97,5% stöðugilda leikskóla

Á síðasta ári fór Reykjavíkurborg í átak til að gera …
Á síðasta ári fór Reykjavíkurborg í átak til að gera leikskólastörf meira aðlaðandi. mbl.is/​Hari

Í Reykja­vík á eft­ir að ráða í 38,8 stöðugildi í leik­skóla, 16,5 stöðugildi í grunn­skóla og 64 stöðugildi í frí­stunda­heim­ili og sér­tæk­ar fé­lags­miðstöðvar, sam­kvæmt upplýsingum sem safnað var 13. september.

Búið er að ráða í 97,5% stöðugilda leikskóla og 99,3% stöðugilda grunnskóla, en aðeins 82,1% stöðugilda frístundaheimila. Ráðningar standa þó yfir og breytast tölurnar því dag frá degi.

Þetta er meðal þess sem fram kem­ur í minn­is­blaði sem lagt var fram á borg­ar­stjórn­ar­fundi í dag. Á svipuðum tíma í fyrra var staðan tals­vert verri á leikskólum og frístundaheimilum, en þá átti eft­ir að ráða í 96,1 stöðugildi í leik­skóla og 88,9 stöðugildi í frí­stunda­heim­ili. Hins vegar átti aðeins eftir að ráða í 7,9 stöðugildi í grunn­skóla.

Af öðru minn­is­blaði, sem fjall­ar um aðgerðir sem ætlað er að tryggja næga mönn­un í leik­skól­um borg­ar­inn­ar haustið 2018, má lesa um markaðsátak sem farið var í á síðasta ári til að gera leik­skóla­störf meira aðlaðandi.

Hvað nýj­ar aðgerðir varðar seg­ir í minn­is­blaðinu að meðal ann­ars sé fyr­ir­hugað að taka til notk­un­ar nýtt ráðninga­kerfi, hefja til­rauna­verk­efni með stofn­un miðlægr­ar af­leys­inga­stofu, auka und­ir­bún­ings­tíma starfs­fólks, hafa leik­skóla lokaða á aðfanga­dag og gaml­árs­dag og heim­ila niður­fell­ing­ar leik­skóla­gjalda á milli jóla og ný­árs, sem geti gefið leik­skóla­stjór­um svig­rúm til að gefa starfs­fólki frí á þess­um tíma.

Leiðrétting: Í upphaflegri frétt var notast við tölur frá því um miðjan ágúst. Mbl.is hefur nú fengið rétt minnisblað í hendurnar og hefur fréttin verið uppfærð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert