Aldrei hlustað á okkur

Hótelstjórum við Laugaveg líst ekki á að Laugavegurinn verði göngugata …
Hótelstjórum við Laugaveg líst ekki á að Laugavegurinn verði göngugata allt árið um kring. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þeir sem reka hót­el við Lauga­veg eru mjög and­víg­ir þeim áform­um Reykja­vík­ur­borg­ar að gera Lauga­veg­inn að göngu­götu all­an árs­ins hring.

Borg­ar­stjórn samþykkti fyrr í mánuðinum að fela um­hverf­is- og skipu­lags­sviði Reykja­vík­ur að gera til­lögu að út­færslu Lauga­veg­ar sem göngu­götu allt árið.

Rakel Ármanns­dótt­ir er hót­el­stjóri Sand­hót­els sem er á Lauga­vegi 34. Hún seg­ir í Morg­un­blaðinu ídag, að þessi áform Reykja­vík­ur­borg­ar væru alls ekki góð fyr­ir rekst­ur eins og hót­el­rekst­ur. „Við þurf­um að koma gest­un­um til okk­ar og frá okk­ur að lok­inni dvöl þeirra hjá okk­ur. Veðrátt­an er mis­jöfn á Íslandi, eins og all­ir vita, ekki síst á vet­urna,“ seg­ir Rakel.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert