Forgangsraða á bráðamóttöku vegna álags

mbl.is/Kristinn Magnússon

Vegna mikils fjölda sjúklinga sem hafa leitað til Landspítalans, einkum bráðamóttöku, er sjúklingum nú forgangsraðað eftir bráðleika á bráðamóttöku spítalans. Við þær aðstæður mega þeir sem ekki eru í bráðri þörf gera ráð fyrir að þurfa að bíða eftir þjónustu eða verða vísað á heilsugæslustöðvar eða Læknavaktarinnar í Austurveri.

Í tilkynningu frá spítalanum er fólk með minni háttar veikindi eða smávægilegt líkamstjón hvatt til að leita til sinnar heilsugæslu eða Læknavaktarinnar í Austurveri, ef kostur er. Þeir aðilar munu sinna fólki og vísa til Landspítala, ef þörf krefur.

Fimmtán heilsugæslustöðvar eru á höfuðborgarsvæðinu sem eru að jafnaði opnar frá 8 til 16 og eru þær allar með síðdegisvakt að minnsta kosti frá 16 til 17 á mánudögum til fimmtudaga. Sumar stöðvar eru með vakt til kl. 18 og á nokkrum stöðvum er líka opið á föstudögum.

Læknavaktin í Austurveri við Háaleitisbraut með opna móttöku alla virka daga kl. 17-23:30 og um helgar kl. 9-23:30.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert