Segir að fyrirkomulagið virki ekki

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. mbl.is/Eggert

Heil­brigðisráðherra seg­ir að dóm­ur Héraðsdóms Reykja­vík­ur um samn­ing Sjúkra­trygg­inga Íslands og sér­fræðilækna sýni að fyr­ir­komu­lagið við að hafna um­sókn­um virk­ar ekki.

Hún seg­ir að gerð verði ít­ar­leg út­tekt á mál­inu, að sögn RÚV.

Íslenska ríkið tapaði í gær máli fyr­ir Héraðsdómi Reykja­vík­ur sem sér­fræðilækn­ir­inn Alma Gunn­ars­dótt­ir höfðaði vegna ákvörðunar Sjúkra­trygg­inga Íslands um að synja henni um aðild að ramma­samn­ingi.

Ákvörðun Sjúkra­trygg­inga var felld úr gildi og var rík­inu gert að greiða Önnu 1,8 millj­ón­ir í máls­kostnað.

Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigðisráðherra fór yfir dóm­inn með rík­is­lög­manni í dag. Ekki hef­ur verið tek­in ákvörðun um áfrýj­un, auk þess sem ekki er vitað hvort skaðabóta­skylda hafi mynd­ast.

„Það er mitt mat að dóm­ur­inn sé mjög vel ígrundaður og hann sé sterk­ur efn­is­lega og rök­semd­irn­ar, þær eru af­ger­andi,“ sagði hún í kvöld­frétt­um RÚV.

Árið 2017 gaf Ótt­arr Proppé, þáver­andi heil­brigðisráðherra, fyr­ir­mæli um að loka samn­ingi Sjúkra­trygg­inga og sér­greina­lækna, og hef­ur um­sókn­um lækna um aðild að hon­um síðan þá verið hafnað.

Svandís sagðist fyr­ir nokkru telja að ákvörðun um að hafna um­sókn­um sér­fræðilækna væri lög­leg.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert