Dagbækur Ólafs Ragnars varpa ljósi á Icesave

Ólafur Ragnar afhenti Þjóðskjalasafni 250 kassa af dagbókum til varðveislu.
Ólafur Ragnar afhenti Þjóðskjalasafni 250 kassa af dagbókum til varðveislu. mbl.is/Golli

Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, fyrr­ver­andi for­seti Íslands, seg­ir að dag­bæk­ur og minn­is­bæk­ur sem hann hélt í for­setatíð sinni, og hef­ur nú af­hent Þjóðskjala­safni, muni meðal ann­ars varpa ljósi á það af hverju hann tók ákvörðun um að synja Ices­a­ve-frum­varp­inu staðfest­ing­ar á sín­um tíma. Þetta kom fram í þætt­in­um Með Loga sem sýnd­ur er í Sjón­varpi Sím­ans í kvöld.

Ólaf­ur sagðist hafa haldið dag­bæk­ur frá því hann var í mennta­skóla og hann hefði haldið dag­bók­ar­skrif­um sín­um áfram eft­ir að hann varð for­seti. Bæk­urn­ar hafi hann all­ar geymt ásamt minn­is­færsl­um. Sagði hann þess­ar bæk­ur geyma frá­sagn­ir af öll­um helstu sam­töl­um sem hann átti, bæði við ráðamenn þjóðar­inn­ar og er­lenda ráðamenn, á meðan hann var for­seti.

Hann hef­ur nú gert samn­ing við Þjóðskjala­safn um varðveislu bók­anna, en um 250 kassa af skjöl­um er að ræða sem flutt­ir voru frá Bessa­stöðum eft­ir að hann lét af embætti for­seta Íslands.

Marg­ar út­gáf­ur af yf­ir­lýs­ing­um vegna Ices­a­ve

„Ég skrifaði und­ir samn­ing við Þjóðskjala­safn um að það verði, í sam­ráði við mig, ákveðin tíma­mörk sett á þetta. Þó að ég hafi ekki setið við skrift­ir á ævi­sögu þá hef ég á und­an­förn­um árum og ára­tug­um skrifað mörg þúsund blaðsíður af frá­sögn­um af sam­töl­um og at­b­urðum sem ég hef tekið þátt í og það er mjög for­vitni­legt efni.“

Ólaf­ur sagði það verða mikið verk­efni, annaðhvort fyr­ir hann sjálf­an eða aðra að vinna úr öll­um skjöl­un­um. „Þarna eru líka upp­köst að yf­ir­lýs­ing­um, meðal ann­ars marg­ar út­gáf­ur af upp­köst­um að yf­ir­lýs­ing­um mín­um í Ices­a­ve-mál­inu. Það tók mig marg­ar vik­ur að átta mig á því hvernig ég ætti að formúl­era það. Þessu hef ég öllu haldið til haga. Menn hafa verið með alls kon­ar kenn­ing­ar um hvers vegna ég tók þess­ar ákv­arðanir. Skjöl­in sem nú er verið að flokka í þjóðskjala­safni þau munu veita svör við því öllu sam­an.“

Strauss-Khan sagði Ólaf hafa rétt fyr­ir sér

Ólaf­ur ræddi tölu­vert um Ices­a­ve-málið í viðtal­inu og hvernig öll Evr­ópa ásamt Banda­ríkj­un­um sner­ist gegn okk­ur vegna máls­ins. Rifjaði hann upp hvernig hann hefði nán­ast einn varið málstað Íslands í fjöl­miðlum er­lend­is. Hann sagðist einnig hafa farið á lokaða fundi með helstu seðlabanka­stjór­um og fjár­málaráðherr­um heims á ár­legri viðskiptaráðstefnu Alþjóðaefna­hags­ráðsins í Dav­os í Sviss þegar Ices­a­ve-málið var í há­marki. Sagði hann það hafa verið mikla prófraun að sitja á móti þeim á klapp­stól­um í lokuðu her­bergi og flytja málstað Íslands.

Eft­ir einn slík­an fund hafi Dom­in­ique Strauss-Khan, þáver­andi fram­kvæmda­stjóri Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins, komið til hans og sagt að þetta væri allt rétt hjá hon­um. Það væri stórt vanda­mál í stjórn sjóðsins að Evr­ópu­rík­in væru á móti því að hjálpa Íslandi þó að starfs­fólk sjóðsins vildi það.

Kín­verj­ar stóðu með Íslandi gegn of­sókn­um Evr­ópu­ríkja

Ólaf­ur sagði einnig frá því þegar hann skrifaði for­seta Kína bréf og óskaði kurt­eis­lega eft­ir sam­ræðu um ein­hvers kon­ar aðstoð vik­urn­ar eft­ir hrun. Bréfið var af­hent sendi­herra Kína á Bessa­stöðum á laug­ar­dags­kvöldi. Að sögn Ólafs hófu hann og Geir H. Haar­de, þáver­andi for­sæt­is­ráðherra, í kjöl­farið að skrifa bæði for­sæt­is­ráðherra og for­seta Kína bréf vik­um sam­an, sem sendi­herr­ann svaraði svo munn­lega. Þetta hafi leitt til þess að gerður var gjald­eyr­is­skipta­samn­ing­ur á milli Seðlabanka ís­lands og Seðlabanka Kína. Sagði hann ýmis Evr­ópu­ríki hafa litið upp í kjöl­far heim­sókn­ar seðlabanka­stjóra Kína til lands­ins og hugsað með sér að það væri eins gott að fara að sinna Íslend­ing­um aft­ur.

Þá sagðist hann hafa fengið að heyra það frá seðlabanka­stjór­an­um í heim­sókn sinni til Kína árið 2016, hvernig for­seti Kína hefði gefið þau fyr­ir­mæli að full­trúi Kína í stjórn Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins skyldi ávallt styðja Ísland gegn of­sókn­um Evr­ópu­ríkja.

„Hvort sem mönn­um lík­ar það bet­ur eða eða verr í umræðunni um Kína, þá skal því haldið til haga að þegar Banda­rík­in og öll ríki Evr­ópu voru á móti okk­ur þá voru Kín­verj­ar til­bún­ir, á mjög fágaðan hátt, að senda þau skila­boð til um­heims­ins að Ísland skipti máli, án þess að hafa óskað eft­ir neinu í staðinn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert